Viðskipti innlent

Novator hækkar boðið í Actavis

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson.

Novator eignarhaldsfélag ehf., félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram nýtt og hærra yfirtökutilboð í Actavis. Tilboðið hljóðar upp á 1,07 evrur á hlut, jafnvirði 89,53 íslenskar krónur á hlut miðað við gengi evru í dag. Þetta er um 10 prósentum hærra yfirtökutilboð en Novator lagði fram í maí.

Til samanburðar hljóðaði fyrra tilboð Novators, sem gert var 10. maí síðastliðinn, upp á 0,98 evrur á hlut.

Gengi bréfa í Actavis stendur nú í 88,50 krónum á hlut.

Í tilboðinu nú er áréttað að það eigi einungis við um allt hlutafé Actavis í A-flokki, sem ekki var þegar í eigu félaga tengdum Novator eða í eigu Actavis Group. Félög tengd Novator eiga 38,5 prósent af hlutafé Actavis í A-flokki.

Þá segir að hugsanleg viðbótargreiðsla verði greidd í reiðufé til hluthafa Actavis Group sem samþykkt hafi hið breytta tilboð fyrir hvern útgefinn hlut í A-flokki.

Markaðsvirði Actavis nemur samkvæmt þessu rétt rúmlega um 300 milljörðum króna.  

Tilboð Novator í Actavis






Fleiri fréttir

Sjá meira


×