Kína er sú þjóð sem sleppir mestu af koltvíoxíð út í andrúmsloftið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem hollensk umhverfisstofnun gerði og AP fréttastofan greinir frá. Kína fer þar með upp fyrir Bandaríkin sem hafa mengað mest allra hingað til.
Samkvæmt rannsókninni losuðu Kínverjar 8% meira af koltvíoxíð en Bandaríkjamenn í fyrra en árið á undan losuðu þeir 2% minna. Ástæðan er rakin til meiri kolamengunar og aukinnar sementframleiðslu."Þetta er afleiðing af aukinni iðnaðarframleiðslu og hröðum vexti þjóðarinnar," sagði Jos G.J. Olivier, yfirmaður stofnunarinnar, þegar hann kynnti niðurstöðurnar í dag. Stofnunin er sjálfstætt starfandi en þiggur greiðslur frá hollenska ríkinu við ráðgjöf í umhverfismálum.
Samkvæmt rannsókninni koma tveir þriðju hlutar af orkunni sem Kínverjar þurfa úr kolum og þeir framleiða hátt í helming af öllu sementi í heiminum. Kínverjar losuðu sem samsvarar um 6.2 milljörðum af koltvíoxíð út í andrúmsloftið á síðasta ári.