Marc Forster leikstýrir næstu Bond-mynd Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 20. júní 2007 10:34 Þeir sex leikarar sem hafa leikið 007, Sean Connery, George Lazenby, Roger Moore, Timothy Dalton, Pierce Brosnan og Daniel Craig. Leikstjórinn Marc Forster mun leikstýra næstu Bond mynd. Daniel Craig mun leika Bond í annað sinn í tuttugustu og annarri myndinni um spæjarann. Hún kemur í kjölfar Casino Royal, tekjuhæstu Bond-myndinni til þessa. Forster, sem er 37 ára gamall, á farsælan feril að baki. Hann hefur meðal annars leikstýrt myndunum Stranger Than Fiction, Monsters Ball og Finding Neverland sem var tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna, meðal annars sem besta myndin. Leikstjórinn segist hlakka til áskorunnarinnar, og að hann hafi alltaf verið aðdáandi Bond. ,,Sú nýja stefna sem Bond-karakterinn hefur tekið býður upp á mikla möguleika, og ég hlakka til að vinna með Daniel Craig" Tökur á myndinni, sem hefur ekki fengið nafn, hefjast í Pinewood Studios í London í desember, en áætlað er að frumsýna myndina 7. nóvember 2008. 21 mynd hafa verið gerðar um spæjarann sjarmerandi. Þær hafa halað inn tæpum 700 milljörðum króna á núvirði, og eru næst tekjuhæsta kvikmyndaröð sem gerð hefur verið, á eftir Star Wars. Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikstjórinn Marc Forster mun leikstýra næstu Bond mynd. Daniel Craig mun leika Bond í annað sinn í tuttugustu og annarri myndinni um spæjarann. Hún kemur í kjölfar Casino Royal, tekjuhæstu Bond-myndinni til þessa. Forster, sem er 37 ára gamall, á farsælan feril að baki. Hann hefur meðal annars leikstýrt myndunum Stranger Than Fiction, Monsters Ball og Finding Neverland sem var tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna, meðal annars sem besta myndin. Leikstjórinn segist hlakka til áskorunnarinnar, og að hann hafi alltaf verið aðdáandi Bond. ,,Sú nýja stefna sem Bond-karakterinn hefur tekið býður upp á mikla möguleika, og ég hlakka til að vinna með Daniel Craig" Tökur á myndinni, sem hefur ekki fengið nafn, hefjast í Pinewood Studios í London í desember, en áætlað er að frumsýna myndina 7. nóvember 2008. 21 mynd hafa verið gerðar um spæjarann sjarmerandi. Þær hafa halað inn tæpum 700 milljörðum króna á núvirði, og eru næst tekjuhæsta kvikmyndaröð sem gerð hefur verið, á eftir Star Wars.
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein