Segir ástandið í Afganistan verra nú en í fyrra Guðjón Helgason skrifar 15. júní 2007 19:00 Minnst sex börn týndu lífi í sjálfsvígssprengjuárás á bílalest Atlantshafsbandlagsins í Afganistan í morgun. Upplýsingastjóri Alþjóða Rauða krossins segir stríð geisa í landinu og ástandið verra nú en í fyrra. Árásin á bílalestina var gerð nærri Tarin Kowt, héraðshöfuðborginni í Uruzgan í Afganistan. Lögregla segir mann hafa ekið bíl hlöðnum sprengi efni að bílalestinni og sprengt sig svo í loft upp. Einn bíll NATO eyðilagðist og minnst einn hermaður týndi lífi. Börnin sem týndu lífi voru að leik nærri árásarstaðnum. Á sama tíma kom til átaka milli Talíbana og herliðs undir forystu Bandaríkjamanna í Helmand-héraði, Zabul og Kandahar og var mannfall nokkurt meðal andspyrnumanna. Talið er að um 2000 Afganar, bæði andspyrnumenn og almennir borgarar, hafi fallið í átökum í landinu það sem af er þessu ári. Yves Daccord, upplýsingastjóri Alþjóða Rauða krossins, segir ljóst að stríð geisi í landinu. Ástandið sé nú verra en í fyrra og var verra þá en nokkrum árum áður. Verst sé ástandið fyrir óbreytta borgara - sértaklega í suðurhluta landsins - og það valdi Alþjóða Rauða krossnum áhyggjum. Barist sé í stríðinu af hörku - en ekki sé hægt að tala um annað en stríð í Afganistan. Erfitt sé að taka á ástandinu. Almennum borgurum líði illa - hafi ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu auk þess sem fjölmargir hafi orðið að yfirgefa heimili sín. Daccord bendir á að stríð hafi geisað í Afganistan í 20 ár. Það sé alþjóðasamfélagið í samvinnu við Afgana sjálfa sem verði að taka á málinu. Afganar þurfi að vera í forystu. Erlent Fréttir Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Minnst sex börn týndu lífi í sjálfsvígssprengjuárás á bílalest Atlantshafsbandlagsins í Afganistan í morgun. Upplýsingastjóri Alþjóða Rauða krossins segir stríð geisa í landinu og ástandið verra nú en í fyrra. Árásin á bílalestina var gerð nærri Tarin Kowt, héraðshöfuðborginni í Uruzgan í Afganistan. Lögregla segir mann hafa ekið bíl hlöðnum sprengi efni að bílalestinni og sprengt sig svo í loft upp. Einn bíll NATO eyðilagðist og minnst einn hermaður týndi lífi. Börnin sem týndu lífi voru að leik nærri árásarstaðnum. Á sama tíma kom til átaka milli Talíbana og herliðs undir forystu Bandaríkjamanna í Helmand-héraði, Zabul og Kandahar og var mannfall nokkurt meðal andspyrnumanna. Talið er að um 2000 Afganar, bæði andspyrnumenn og almennir borgarar, hafi fallið í átökum í landinu það sem af er þessu ári. Yves Daccord, upplýsingastjóri Alþjóða Rauða krossins, segir ljóst að stríð geisi í landinu. Ástandið sé nú verra en í fyrra og var verra þá en nokkrum árum áður. Verst sé ástandið fyrir óbreytta borgara - sértaklega í suðurhluta landsins - og það valdi Alþjóða Rauða krossnum áhyggjum. Barist sé í stríðinu af hörku - en ekki sé hægt að tala um annað en stríð í Afganistan. Erfitt sé að taka á ástandinu. Almennum borgurum líði illa - hafi ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu auk þess sem fjölmargir hafi orðið að yfirgefa heimili sín. Daccord bendir á að stríð hafi geisað í Afganistan í 20 ár. Það sé alþjóðasamfélagið í samvinnu við Afgana sjálfa sem verði að taka á málinu. Afganar þurfi að vera í forystu.
Erlent Fréttir Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira