San Antonio með aðra höndina á titlinum 13. júní 2007 05:25 LeBron James og félagar þurfa nú að gera nokkuð sem engu liði í sögu NBA hefur tekist - að koma til baka eftir að lenda undir 3-0 AFP San Antonio Spurs er komið í afar vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu gegn Cleveland Cavaliers í NBA deildinni eftir 75-72 sigur í þriðja leik liðanna í Cleveland í nótt. San Antonio leiðir nú 3-0 í einvíginu og Cleveland verður að gera nokkuð sem engu liði í sögunni hefur tekist ef það á að hampa titlinum. Skemmst er frá því að segja að leikurinn í nótt var ekki mikið fyrir augað og var þetta annað lægsta stigaskor sem sést hefur í leik í úrslitum frá upphafi. Gestirnir í San Antonio höfðu nauma forystu lengst af leik þrátt fyrir villuvandræði Tim Duncan. Leikstjórnandinn Tony Parker hafði verið óstöðvandi í fyrstu tveimur leikjunum en var lengi í gang í nótt með nýliðann Daniel Gibson sér til varnar þar sem Larry Hughes sat spariklæddur á hliðarlínunni vegna meiðsla. Parker var þó stigahæstur í San Antonio með 17 stig, Tim Duncan skoraði 14 stig og hirti 9 fráköst og varnarjaxlinn Bruce Bowen skoraði 13 stig og hirti 9 fráköst. Brent Barry skoraði 9 stig og Manu Ginobili var fjarri sínu besta og skoraði aðeins þrjú stig - en þau reyndust þó mikilvæg og komu úr vítaskotum þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum. LeBron James fékk tækifæri til að jafna leikinn fyrir Cleveland þegar 5,5 sekúndur voru eftir, en skot hans rataði ekki rétta leið. Hann vildi meina að Bruce Bowen hefði brotið á sér í lokaskotinu - og kann að hafa nokkuð fyrir sér í því. Hann fékk þó ekkert fyrir sinn snúð og segja má að heimamenn hafi ekki átt mikið skilið út úr leiknum í nótt því þeir spiluðu einfaldlega illa. Skyttur Cleveland voru hreint út sagt úti á túni og nýttu aðeins 3 af 19 þriggja stiga skotum sínum. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 25 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar, Sasha Pavlovic skoraði 13 stig, Drew Gooden skoraði 13 stig og hirti 12 fráköst og miðherjinn Zydrunas Ilgauskas skoraði 12 stig og hirti 18 fráköst - þar af 10 í sókninni. "Þessi sigur breytir í raun engu fyrir okkur," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. "Við þurfum að ná í einn sigur í viðbót, hvernig sem við förum að því - og þessir gaurar eru ekkert að fara að gefa okkur hann. Þeir vilja ekki láta sópa sér út í úrslitunum. Leikur þrjú er venjulega erfiðasti leikurinn í svona einvígi, en sá fjórði er ekki síður erfiður því þá kemur örvænting í mótherjann," sagði Duncan. San Antonio getur unnið þriðja titil sinn á fimm árum með sigri í fjórða leiknum í Cleveland á fimmtudagskvöldið og fjórða titilinn síðan 1999. Ef svo færi yrði það í fyrsta skipti sem San Antonio vinnur úrslitaeinvígi 4-0, en það er ekki algengt í úrslitaeinvígi NBA. Síðasta lið til að sópa andstæðingi sínum í úrslitum var LA Lakers þegar liðið vann New Jersey 4-0 árið 2002. Þar áður vann Houston 4-0 sigur á Orlando í úrslitunum árið 1995. Verði San Antonio meistari í ár verður liðið aðeins hið fjórða í sögu NBA með fjóra eða fleiri meistaratitla ásamt Boston (16), LA Lakers (14) og Chicago (6). Smelltu hér til að sjá tölfræði úr leiknum. Smelltu á tengla hér fyrir neðan til að sjá umfjöllun um fyrri viðureignir liðanna í lokaúrslitunum. NBA Tengdar fréttir Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. 8. júní 2007 04:18 Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11. júní 2007 04:23 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
San Antonio Spurs er komið í afar vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu gegn Cleveland Cavaliers í NBA deildinni eftir 75-72 sigur í þriðja leik liðanna í Cleveland í nótt. San Antonio leiðir nú 3-0 í einvíginu og Cleveland verður að gera nokkuð sem engu liði í sögunni hefur tekist ef það á að hampa titlinum. Skemmst er frá því að segja að leikurinn í nótt var ekki mikið fyrir augað og var þetta annað lægsta stigaskor sem sést hefur í leik í úrslitum frá upphafi. Gestirnir í San Antonio höfðu nauma forystu lengst af leik þrátt fyrir villuvandræði Tim Duncan. Leikstjórnandinn Tony Parker hafði verið óstöðvandi í fyrstu tveimur leikjunum en var lengi í gang í nótt með nýliðann Daniel Gibson sér til varnar þar sem Larry Hughes sat spariklæddur á hliðarlínunni vegna meiðsla. Parker var þó stigahæstur í San Antonio með 17 stig, Tim Duncan skoraði 14 stig og hirti 9 fráköst og varnarjaxlinn Bruce Bowen skoraði 13 stig og hirti 9 fráköst. Brent Barry skoraði 9 stig og Manu Ginobili var fjarri sínu besta og skoraði aðeins þrjú stig - en þau reyndust þó mikilvæg og komu úr vítaskotum þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum. LeBron James fékk tækifæri til að jafna leikinn fyrir Cleveland þegar 5,5 sekúndur voru eftir, en skot hans rataði ekki rétta leið. Hann vildi meina að Bruce Bowen hefði brotið á sér í lokaskotinu - og kann að hafa nokkuð fyrir sér í því. Hann fékk þó ekkert fyrir sinn snúð og segja má að heimamenn hafi ekki átt mikið skilið út úr leiknum í nótt því þeir spiluðu einfaldlega illa. Skyttur Cleveland voru hreint út sagt úti á túni og nýttu aðeins 3 af 19 þriggja stiga skotum sínum. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 25 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar, Sasha Pavlovic skoraði 13 stig, Drew Gooden skoraði 13 stig og hirti 12 fráköst og miðherjinn Zydrunas Ilgauskas skoraði 12 stig og hirti 18 fráköst - þar af 10 í sókninni. "Þessi sigur breytir í raun engu fyrir okkur," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. "Við þurfum að ná í einn sigur í viðbót, hvernig sem við förum að því - og þessir gaurar eru ekkert að fara að gefa okkur hann. Þeir vilja ekki láta sópa sér út í úrslitunum. Leikur þrjú er venjulega erfiðasti leikurinn í svona einvígi, en sá fjórði er ekki síður erfiður því þá kemur örvænting í mótherjann," sagði Duncan. San Antonio getur unnið þriðja titil sinn á fimm árum með sigri í fjórða leiknum í Cleveland á fimmtudagskvöldið og fjórða titilinn síðan 1999. Ef svo færi yrði það í fyrsta skipti sem San Antonio vinnur úrslitaeinvígi 4-0, en það er ekki algengt í úrslitaeinvígi NBA. Síðasta lið til að sópa andstæðingi sínum í úrslitum var LA Lakers þegar liðið vann New Jersey 4-0 árið 2002. Þar áður vann Houston 4-0 sigur á Orlando í úrslitunum árið 1995. Verði San Antonio meistari í ár verður liðið aðeins hið fjórða í sögu NBA með fjóra eða fleiri meistaratitla ásamt Boston (16), LA Lakers (14) og Chicago (6). Smelltu hér til að sjá tölfræði úr leiknum. Smelltu á tengla hér fyrir neðan til að sjá umfjöllun um fyrri viðureignir liðanna í lokaúrslitunum.
NBA Tengdar fréttir Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. 8. júní 2007 04:18 Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11. júní 2007 04:23 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. 8. júní 2007 04:18
Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11. júní 2007 04:23