Stefnir í blóðug átök Guðjón Helgason skrifar 12. júní 2007 18:30 Allt stefnir í blóðuga borgarstyrjöld stríðandi fylkinga Palestínumanna. Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas, forseta, íhugar að draga sig út úr þjóðstjórn. Á sama tíma er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar friðmælist. Það er þó háð því að Ísraelsmenn felli niður sett skilyrði. Miðstjórn Fatah kom saman til fundar síðdegis þar sem framtíð þjóðstjórnarinnar var rædd. Aðeins eru liðnir þrír mánuðir frá því hún var mynduð. Fari svo að liðsmenn Fatah dragi sig úr stjórninni getu Abbas ákveðið að mynda nýja sem starfi í umboði hans, en hún þyrfti samþykki þings þar sem Hamas-liðar hafa meirihluta. Forsetinn getur einnig boðað til kosninga en það myndu Hamas-liðar telja valdaránstilraun af hans hálfu. Hart hefur verið barist á Gaza-svæðinu í dag - þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi. Byssumenn Hamas réðust á höfuðstöðvar sérsveita Fatah á norðurhluta svæðisins og sagði Abbas forseti Palestínumanna það tilraun Hamas til valdaráns. Aðgerðum Hamas var svarað með flugskeytaárás á heimili Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, en hann var ekki heima við. Ráðherra Hamas var síðan rænt. Til skotbardaga kom víða í Gaza-borg þar sem Fatah-liðar umkringdu höfuðstöðvar Al-Aqsa sjónvarpsstöðvar sem fulltrúar Hamas reka. Skömmu síðar voru sýndar myndir af því þegar liðsmenn Fatah voru yfirbugaðir og útsendingum haldið áfram. En á meðan allt stefnir í blóðuga baráttu milli Palestínumanna er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar semji um frið. Ráðamenn í Sýrlandi segjast reiðubúnir til friðarviðræðna við Ísrael, en það verði að vera án nokkurra fyrirfram skilyrða. Byggt yrði á Madridar ályktuninni svokölluðu. Í henni sé kveðið á um að Ísraelar skili herteknu landi áður en samið verði um frið. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur hinsvegar boðist til að skila Sýrlendingum aftur Gólan hæðum gegn því að þeir slíti öll tengsl við Íran, Hisbolla og önnur herská samtök. Ísraelar hafa áhyggjur af því að Sýrlendingar hyggi á stríð í sumar til þess að endurheimta Golan hæðirnar sem Ísraelar hertóku í sex daga stríðinu fyrir fjörutíu árum. Erlent Fréttir Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Allt stefnir í blóðuga borgarstyrjöld stríðandi fylkinga Palestínumanna. Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas, forseta, íhugar að draga sig út úr þjóðstjórn. Á sama tíma er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar friðmælist. Það er þó háð því að Ísraelsmenn felli niður sett skilyrði. Miðstjórn Fatah kom saman til fundar síðdegis þar sem framtíð þjóðstjórnarinnar var rædd. Aðeins eru liðnir þrír mánuðir frá því hún var mynduð. Fari svo að liðsmenn Fatah dragi sig úr stjórninni getu Abbas ákveðið að mynda nýja sem starfi í umboði hans, en hún þyrfti samþykki þings þar sem Hamas-liðar hafa meirihluta. Forsetinn getur einnig boðað til kosninga en það myndu Hamas-liðar telja valdaránstilraun af hans hálfu. Hart hefur verið barist á Gaza-svæðinu í dag - þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi. Byssumenn Hamas réðust á höfuðstöðvar sérsveita Fatah á norðurhluta svæðisins og sagði Abbas forseti Palestínumanna það tilraun Hamas til valdaráns. Aðgerðum Hamas var svarað með flugskeytaárás á heimili Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, en hann var ekki heima við. Ráðherra Hamas var síðan rænt. Til skotbardaga kom víða í Gaza-borg þar sem Fatah-liðar umkringdu höfuðstöðvar Al-Aqsa sjónvarpsstöðvar sem fulltrúar Hamas reka. Skömmu síðar voru sýndar myndir af því þegar liðsmenn Fatah voru yfirbugaðir og útsendingum haldið áfram. En á meðan allt stefnir í blóðuga baráttu milli Palestínumanna er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar semji um frið. Ráðamenn í Sýrlandi segjast reiðubúnir til friðarviðræðna við Ísrael, en það verði að vera án nokkurra fyrirfram skilyrða. Byggt yrði á Madridar ályktuninni svokölluðu. Í henni sé kveðið á um að Ísraelar skili herteknu landi áður en samið verði um frið. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur hinsvegar boðist til að skila Sýrlendingum aftur Gólan hæðum gegn því að þeir slíti öll tengsl við Íran, Hisbolla og önnur herská samtök. Ísraelar hafa áhyggjur af því að Sýrlendingar hyggi á stríð í sumar til þess að endurheimta Golan hæðirnar sem Ísraelar hertóku í sex daga stríðinu fyrir fjörutíu árum.
Erlent Fréttir Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira