Tíu ára fangelsi fyrir að þiggja munnmök Jónas Haraldsson skrifar 12. júní 2007 10:25 Dómari í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur ógilt dóm yfir 17 ára ungling sem var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að þiggja munnmök af 15 ára stúlku. Saksóknari ríkisins hefur hins vegar áfrýjað niðurstöðu dómarans og vill halda drengnum í fangelsi. Genarlow Wilson, sem nú er 21 árs, hefur verið í fangelsi síðan árið 2005. Munnmökin áttu sér stað í áramótapartýi árið 2003 en þau voru framkvæmd með samþykki beggja aðila. Atburðurinn var einnig tekinn upp á myndband. Þrátt fyrir að dómari hafi ógilt dóminn og breytt honum í 12 mánaða fangelsi, sem Wilson hefur þegar afplánað, er hann ekki laus úr fangelsi. Saksóknari ríkisins hefur sagt að hann muni áfrýja dómnum og því situr Wilson inni enn um sinn. Wilson var dæmdur á grundvelli laga sem segja munnmök með 15 ára stúlku, þó svo þau séu með samþykki beggja aðila, vera misnotkun á barni og viðurlög við því eru tíu ár í fangelsi. Kynmök voru samkvæmt lögunum ekki misnotkun heldur smávægilegt afbrot og Wilson hefði fengið mun styttri dóm fyrir slíkt. Lögunum var síðan breytt árið 2006 og munnmök gerð að smávægilegu afbroti, rétt eins og kynmök. Dómurinn sem féll í gær var byggður á nýju lögunum. Saksóknarinn segir hins vegar dómarann ekki hafa heimild til þess að breyta dómum sem falla eftir réttarhöld. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og hafa margir krafist þess að Wilson verði látinn laus. Þeirra á meðal er Nóbelsverðlaunahafinn Jimmy Carter. Þetta kemur fram á fréttavef BBC í dag. Erlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Dómari í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur ógilt dóm yfir 17 ára ungling sem var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að þiggja munnmök af 15 ára stúlku. Saksóknari ríkisins hefur hins vegar áfrýjað niðurstöðu dómarans og vill halda drengnum í fangelsi. Genarlow Wilson, sem nú er 21 árs, hefur verið í fangelsi síðan árið 2005. Munnmökin áttu sér stað í áramótapartýi árið 2003 en þau voru framkvæmd með samþykki beggja aðila. Atburðurinn var einnig tekinn upp á myndband. Þrátt fyrir að dómari hafi ógilt dóminn og breytt honum í 12 mánaða fangelsi, sem Wilson hefur þegar afplánað, er hann ekki laus úr fangelsi. Saksóknari ríkisins hefur sagt að hann muni áfrýja dómnum og því situr Wilson inni enn um sinn. Wilson var dæmdur á grundvelli laga sem segja munnmök með 15 ára stúlku, þó svo þau séu með samþykki beggja aðila, vera misnotkun á barni og viðurlög við því eru tíu ár í fangelsi. Kynmök voru samkvæmt lögunum ekki misnotkun heldur smávægilegt afbrot og Wilson hefði fengið mun styttri dóm fyrir slíkt. Lögunum var síðan breytt árið 2006 og munnmök gerð að smávægilegu afbroti, rétt eins og kynmök. Dómurinn sem féll í gær var byggður á nýju lögunum. Saksóknarinn segir hins vegar dómarann ekki hafa heimild til þess að breyta dómum sem falla eftir réttarhöld. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og hafa margir krafist þess að Wilson verði látinn laus. Þeirra á meðal er Nóbelsverðlaunahafinn Jimmy Carter. Þetta kemur fram á fréttavef BBC í dag.
Erlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira