Víða rignir mikið Guðjón Helgason skrifar 11. júní 2007 18:53 Hermenn við björgunarstörf í Bangladess í dag. MYND/AP Miklar rigningar hafa kostað rúmlega hundrað og þrjátíu mannslíf í Bangladess, Kína og Kólumbíu síðustu daga. Regntímabil stendur nú sem hæst þar. Íbúar í Mið-Evrópu þekkja ekki slík tímabil en hafa samt þurft að vaða elginn síðasta sólahring í Þýskalandi og Hollandi vegna skyndilegrar hellirigningar. Engin týndi lífi þar. Mikið hefur ringt í suður og norðvestur Kína síðustu daga sem hefur valdið flóðum og aurskriðum. Að minnsta kosti fjörutíu og átta hafa drukknað og nærri því sex hundruð þúsund manns hafa misst heimili sín. Búið er að flytja sjötíu og tvö þúsund manns frá heimilum sínum í Guangdong-héraði þar sem átján hafa drukknað og fjórir eru týndir. Flóð verða á hverju sumri í Kína vegna mikilla rigninga. Borgir eru vel varðar með flóðgörðum en öðru máli gegnir með landsbyggðina. Flóð og fellibylir urðu vel á þriðja þúsund manns að bana í Kína í fyrra. Mikið hefur rignt í Bangladess síðasta sólahring. Minnst sjötíu og níu týndu lífi, fjölmargir týndust og enn fleiri slösuðust alvarlega þegar aurskriða féll í hafnarborginni Chittagong í dag. Talið er að úrkoman þar á einni klukkustund í gær hafi mælst tuttugu sentimetrar. Óttast er að enn rigni mikið í landinu næstu daga. Í Kólumbíu hefur rigning valdið vandræðum um liðna helgi og mörg hundruð fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín þegar áin Cauca í norður hluta landsins flæddi yfir bakka sína. Regntímabilið hófst í mars og þegar mest rignir drukkna mörg þúsund manns á ári hverju og fjölmörg heimili og fyrirtæki eyðileggjast. Í Ástralíu hefur sama verið upp á teningnum. Flóð og aurskriður hafa valdið tjóni en mikið hefur ringt í austurhluta landsins. Níu týndu lífi í veðurofsanum. Fjögur þúsund íbúar í bænum Maitland, tvö hundruð kílómetrum norður af Sydney, fengu að snúa aftur heim í morgun eftir nokkura daga fjarveru. Á meðan íbúar í Kína og Kólumbíu eru vanir rigningartímabili og Ástralar vanir stífum haustrigningum er ekki hægt að tala um afmarkaða rigningartíma í Mið-Evrópu. Þar hefur ringt sem aldrei fyrr síðustu vikur. Íbúum í suðurhluta Þýskalands gekk erfiðlega að komast til vinnu í morgun vegna mikilla rigninga í nótt. Vatn flæddi um götur og torg í Frankfurt og víðar og íbúar í mestu vandræðum með að komast milli staða. Ökumenn sátu fastir í vatnselgnum. Niðurföll höfuð ekki undan sem olli því að vatn flæddi í kjallara bygginga og olli miklum skemmdum. Ástandið var ekki betra í austurhluta Hollands í nótt og í morgun. Mikið ringdi á einni klukkustund í gærkvöldi og fyrir vikið sátu ökumenn fastir í gærkvöldi og nótt og þurftu björgunarmenn að koma þeim til hjálpar. Þessi brá þá á það ráð að hlaupa heim frá bíl sínum. Erlent Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Miklar rigningar hafa kostað rúmlega hundrað og þrjátíu mannslíf í Bangladess, Kína og Kólumbíu síðustu daga. Regntímabil stendur nú sem hæst þar. Íbúar í Mið-Evrópu þekkja ekki slík tímabil en hafa samt þurft að vaða elginn síðasta sólahring í Þýskalandi og Hollandi vegna skyndilegrar hellirigningar. Engin týndi lífi þar. Mikið hefur ringt í suður og norðvestur Kína síðustu daga sem hefur valdið flóðum og aurskriðum. Að minnsta kosti fjörutíu og átta hafa drukknað og nærri því sex hundruð þúsund manns hafa misst heimili sín. Búið er að flytja sjötíu og tvö þúsund manns frá heimilum sínum í Guangdong-héraði þar sem átján hafa drukknað og fjórir eru týndir. Flóð verða á hverju sumri í Kína vegna mikilla rigninga. Borgir eru vel varðar með flóðgörðum en öðru máli gegnir með landsbyggðina. Flóð og fellibylir urðu vel á þriðja þúsund manns að bana í Kína í fyrra. Mikið hefur rignt í Bangladess síðasta sólahring. Minnst sjötíu og níu týndu lífi, fjölmargir týndust og enn fleiri slösuðust alvarlega þegar aurskriða féll í hafnarborginni Chittagong í dag. Talið er að úrkoman þar á einni klukkustund í gær hafi mælst tuttugu sentimetrar. Óttast er að enn rigni mikið í landinu næstu daga. Í Kólumbíu hefur rigning valdið vandræðum um liðna helgi og mörg hundruð fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín þegar áin Cauca í norður hluta landsins flæddi yfir bakka sína. Regntímabilið hófst í mars og þegar mest rignir drukkna mörg þúsund manns á ári hverju og fjölmörg heimili og fyrirtæki eyðileggjast. Í Ástralíu hefur sama verið upp á teningnum. Flóð og aurskriður hafa valdið tjóni en mikið hefur ringt í austurhluta landsins. Níu týndu lífi í veðurofsanum. Fjögur þúsund íbúar í bænum Maitland, tvö hundruð kílómetrum norður af Sydney, fengu að snúa aftur heim í morgun eftir nokkura daga fjarveru. Á meðan íbúar í Kína og Kólumbíu eru vanir rigningartímabili og Ástralar vanir stífum haustrigningum er ekki hægt að tala um afmarkaða rigningartíma í Mið-Evrópu. Þar hefur ringt sem aldrei fyrr síðustu vikur. Íbúum í suðurhluta Þýskalands gekk erfiðlega að komast til vinnu í morgun vegna mikilla rigninga í nótt. Vatn flæddi um götur og torg í Frankfurt og víðar og íbúar í mestu vandræðum með að komast milli staða. Ökumenn sátu fastir í vatnselgnum. Niðurföll höfuð ekki undan sem olli því að vatn flæddi í kjallara bygginga og olli miklum skemmdum. Ástandið var ekki betra í austurhluta Hollands í nótt og í morgun. Mikið ringdi á einni klukkustund í gærkvöldi og fyrir vikið sátu ökumenn fastir í gærkvöldi og nótt og þurftu björgunarmenn að koma þeim til hjálpar. Þessi brá þá á það ráð að hlaupa heim frá bíl sínum.
Erlent Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira