Stórsigur Sarkozys Guðjón Helgason skrifar 11. júní 2007 12:30 Allt stefnir í að kjósendur í Frakklandi veiti Sarkozy forseta sterkt umboð til að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum breytingum á frönsku samfélagi. Flokkabandalag forsetans vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í landinu í gær. Seinni umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn og verður þá kosið aftur milli tveggja efstu frambjóðenda í þeim kjördæmum þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í gær. Einnig er kosið aftur þar sem kjörsókn var undir 25%. Miðað við niðurstöður gærdagsins er því spáð að UNP flokkur Sarkozys forseta og flokkar í bandalagi með honum fái samanlagt á bilinu 400 til 500 þingsæti af 577 í neðri deild franska þingsins. Það er töluvert stærri meirihluti en var. Þetta yrði í fyrsta sinn í tæpa þrjá áratugi sem þingmeirihluti á franska þinginu fær endurnýjað umboð í kosningum. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja allt útlit fyrir að kjósendur veiti Frakklandsforsetanum nýkjörna óskorað vald til að hrinda í framkvæmd áformum sínum um að lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum reynist auðveldara að reka og ráða fólk. Þá vill hann skerða verkfallsrétt og takmarka áhrifavald verkalýðsfélaga þannig að hægt verði til að mynda að tryggja lágmarks þjónustu þó til verkfalla komi í þjónustugreinum hvers konar. Hann vill einnig herða refsingar fyrir síbrotamenn, harðari innflytjendalöggjöf og veita háskólum aukið sjálfsforræði til ýmissa verka. Kjörsókn í fyrri umferðinni í gær var rétt rúm 60%, og hefur ekki mælst minni í fyrri umferð þingkosninga í Frakklandi. Kjósendur segja spennu fyrir kosningarnar hafa verið í lágmarki. Allt stefnir í að sósíalistar tapi fjölmörgum þingsætum og því má búast við að Francois Hollande, leiðtogi þeirra á þingi, víki og Segolene Royal, sem tapaði fyrir Sarkozy í forsetakosningunum í vor, taki við. Royal sagði í morgun að sósíalistar myndu nú biðla til miðjumannsins Francois Bayrou, sem varð þriðji í forsetakosningunum, í lokatilraun til að koma í veg fyrir að UMP flokkur Sarkozy myndi meirihluta á þingi. Erlent Fréttir Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Allt stefnir í að kjósendur í Frakklandi veiti Sarkozy forseta sterkt umboð til að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum breytingum á frönsku samfélagi. Flokkabandalag forsetans vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í landinu í gær. Seinni umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn og verður þá kosið aftur milli tveggja efstu frambjóðenda í þeim kjördæmum þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í gær. Einnig er kosið aftur þar sem kjörsókn var undir 25%. Miðað við niðurstöður gærdagsins er því spáð að UNP flokkur Sarkozys forseta og flokkar í bandalagi með honum fái samanlagt á bilinu 400 til 500 þingsæti af 577 í neðri deild franska þingsins. Það er töluvert stærri meirihluti en var. Þetta yrði í fyrsta sinn í tæpa þrjá áratugi sem þingmeirihluti á franska þinginu fær endurnýjað umboð í kosningum. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja allt útlit fyrir að kjósendur veiti Frakklandsforsetanum nýkjörna óskorað vald til að hrinda í framkvæmd áformum sínum um að lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum reynist auðveldara að reka og ráða fólk. Þá vill hann skerða verkfallsrétt og takmarka áhrifavald verkalýðsfélaga þannig að hægt verði til að mynda að tryggja lágmarks þjónustu þó til verkfalla komi í þjónustugreinum hvers konar. Hann vill einnig herða refsingar fyrir síbrotamenn, harðari innflytjendalöggjöf og veita háskólum aukið sjálfsforræði til ýmissa verka. Kjörsókn í fyrri umferðinni í gær var rétt rúm 60%, og hefur ekki mælst minni í fyrri umferð þingkosninga í Frakklandi. Kjósendur segja spennu fyrir kosningarnar hafa verið í lágmarki. Allt stefnir í að sósíalistar tapi fjölmörgum þingsætum og því má búast við að Francois Hollande, leiðtogi þeirra á þingi, víki og Segolene Royal, sem tapaði fyrir Sarkozy í forsetakosningunum í vor, taki við. Royal sagði í morgun að sósíalistar myndu nú biðla til miðjumannsins Francois Bayrou, sem varð þriðji í forsetakosningunum, í lokatilraun til að koma í veg fyrir að UMP flokkur Sarkozy myndi meirihluta á þingi.
Erlent Fréttir Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira