Bush á ferð og flugi Guðjón Helgason skrifar 9. júní 2007 18:38 Mótmælendur létu hátt í sér heyra á götum Rómarborgar í dag. George Bush Bandaríkjaforseti sótti borgina heim og var allt annað en velkominn. Forsetinn er á ferð og flugi um Evrópu þessa dagana og ræðir eldflaugavarnarkerfi og Kósóvódeiluna. Bush virðist ekki tekið opnum örmum alls staðar þar sem hann stígur niður fæti á Evrópuferð sinni. Íbúar í Róm vilja hann ekki í heimsókn og létu það berlega í ljós í dag. Bush kom til Rómar í gærkvöldi og í morgun hittu hann og Laura kona hans Napolitano forseta Ítalíu og frú, og síðan Benedikt páfa sextánda. Eftir hádegi fundaði Bush með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Ýmislegt var rætt en þó ekki fangaflug eða leynifangelsi, þrátt fyrir skýrslu Evrópuráðsins þar um frá í gær og að réttarhöld væru hafi í Mílanó gegn Bandaríkjamönnum og Ítölum sem sakaðir eru um að hafa rænt múslimaklerk á Ítalíu og sent til Egyptalands þar sem hann sætti pyntingum. Kósóvódeilan var hins vegar til umræðu og sagði forsetinn að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði nú að fylgja áætlun sem felur í sér að héraðinu verði veitt sjálfstæði - og það þrátt fyrir andstöðu Rússa. Ekki tókst samkomulag í málinu á nýliðnum fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims. Eldflaugavarnarkerfið umdeilda var ekki áberandi í umræðunni á Ítalíu en það var megin málið í Póllandi í gær þar sem Bush ræddi við Lech Kaczynski. Hugmyndir eru uppi um að koma fyrir hluta kerfisins í Póllandi. Pútín Rússlandsforseti vill ekki að kerfið verið að veruleika. Á fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Heiligendamm í Þýskalandi á fimmutdaginn bauð hann Bush radarkerfi í Aserbaísjan, sem Rússar leigja, fremur en að nýja kerfið yrði að veruleika. Bush gaf lítið fyrir það en sagði að samráð yrði haft. Rússum virðist hafa sárnað fundur Bush og Kaczynskis í gær. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagði nýja kerfið óþarft fyrst tilboð Rússa hefði komið fram. Lavorv sagði að ef Bandaríkjamenn héldu áformum sínum til streitu gæti það flækt samvinnu í kjarnorkudeilunni við Írana. Erlent Fréttir Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Mótmælendur létu hátt í sér heyra á götum Rómarborgar í dag. George Bush Bandaríkjaforseti sótti borgina heim og var allt annað en velkominn. Forsetinn er á ferð og flugi um Evrópu þessa dagana og ræðir eldflaugavarnarkerfi og Kósóvódeiluna. Bush virðist ekki tekið opnum örmum alls staðar þar sem hann stígur niður fæti á Evrópuferð sinni. Íbúar í Róm vilja hann ekki í heimsókn og létu það berlega í ljós í dag. Bush kom til Rómar í gærkvöldi og í morgun hittu hann og Laura kona hans Napolitano forseta Ítalíu og frú, og síðan Benedikt páfa sextánda. Eftir hádegi fundaði Bush með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Ýmislegt var rætt en þó ekki fangaflug eða leynifangelsi, þrátt fyrir skýrslu Evrópuráðsins þar um frá í gær og að réttarhöld væru hafi í Mílanó gegn Bandaríkjamönnum og Ítölum sem sakaðir eru um að hafa rænt múslimaklerk á Ítalíu og sent til Egyptalands þar sem hann sætti pyntingum. Kósóvódeilan var hins vegar til umræðu og sagði forsetinn að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði nú að fylgja áætlun sem felur í sér að héraðinu verði veitt sjálfstæði - og það þrátt fyrir andstöðu Rússa. Ekki tókst samkomulag í málinu á nýliðnum fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims. Eldflaugavarnarkerfið umdeilda var ekki áberandi í umræðunni á Ítalíu en það var megin málið í Póllandi í gær þar sem Bush ræddi við Lech Kaczynski. Hugmyndir eru uppi um að koma fyrir hluta kerfisins í Póllandi. Pútín Rússlandsforseti vill ekki að kerfið verið að veruleika. Á fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Heiligendamm í Þýskalandi á fimmutdaginn bauð hann Bush radarkerfi í Aserbaísjan, sem Rússar leigja, fremur en að nýja kerfið yrði að veruleika. Bush gaf lítið fyrir það en sagði að samráð yrði haft. Rússum virðist hafa sárnað fundur Bush og Kaczynskis í gær. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagði nýja kerfið óþarft fyrst tilboð Rússa hefði komið fram. Lavorv sagði að ef Bandaríkjamenn héldu áformum sínum til streitu gæti það flækt samvinnu í kjarnorkudeilunni við Írana.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira