Ég hef aldrei séð annað eins 9. júní 2007 18:15 Friðrik Ingi segir uppákomuna í Mónakó í dag með hreinum ólíkindum Mynd/Vilhelm Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, varð vitni að uppþotinu sem varð undir lok leiks Íslands og Kýpur á Smáþjóðaleikunum í dag. Völlurinn logaði í slagsmálum í góðan tíma áður en lögregla náði að skakka leikinn og réðist einn leikmanna Kýpur að dómaranum, tók hann hálstaki og henti honum í gólfið. Friðrik segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. "Þetta var auðvitað úrslitaleikur og mikið undir. Kýpur þurfti að vinna okkur með 17 stigum eða meira til að eiga möguleika á að vinna mótið. Þeir voru mjög grófir frá fyrstu mínútu og voru búnir að fá dæmdar á sig nokkrar óíþróttamannslegar villur. Þeir náðu þrettán stiga forystu í þriðja leikhluta, en við náðum að saxa það niður í sex stig í lokin og vorum á góðri leið með að vinna leikinn þegar tvær mínútur voru eftir sauð allt uppúr. Ég hef aldrei séð annað eins," sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi, en hann er líka aðstoðarþjálfari liðsins. "Við vonum auðvitað að svona lagað gerist aldrei aftur, en það varð allt vitlaust í lokin. Bekkurinn hjá þeim var þarna að fá einvherjar tæknivillur og ljót orð að ganga manna á milli - og í kjölfarið urðu bara hópslagsmál. Annar dómarinn reyndi svo að ganga milli manna en það tókst ekki betur til en það að einn leikmanna Kýpur tók hann hálstaki, reif hann upp í loftið og grýtti honum á bakið í gólfið. Það var engin öryggisgæsla þarna og það endaði með því að eftirlitsdómarinn smalaði okkar mönnum saman og fór með okkur inn í klefa. Lögreglan kom svo þarna að endingu og náði að stilla til friðar, en leikmenn Kýpur börðu og spörkuðu í hurðina á klefanum okkar þegar þeir gengu framhjá honum," sagði Friðrik. Ekki þótti ráðlegt að reyna að halda verðlaunaafhendingu eftir þessi miklu læti og því sagði Friðrik að íslenska liðið hefði fengið gullið afhent með kveðju frá prinsinum - sem hefði harmað að geta ekki afhent verðlaunin. Ekki urðu alvarleg meisli á leikmönnum íslenska liðsins þrátt fyrir lætin, en Brenton Birmingham fékk reyndar skurð á höfuðið í fyrri hálfleiknum. Friðrik segir þó að nokkrir leikmanna liðsins hafi fengið kjaftshögg í látunum. "Verðlaunaafhendingin var alveg blásin af og við fengum gullverðlaunin okkar bara afhent og Lúxembúrg silfrið og okkur var svo send kveðja frá prinsinum þar sem hann harmaði að þetta færi svona. Strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur í þessu og létu Kýpur ekkert valta yfir sig. Ég hef hinsvegar aldrei orðið vitni af öðru eins og þessi uppákoma er með ólíkindum. Það er ekki ólíklegt að Kýpur verði bara vísað úr þessari keppni en það lá ekki fyrir þarna áðan," sagði Friðrik í samtali við Vísi, en hann var kominn út í rútu á leið út á flugvöll ásamt íslenska liðinu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, varð vitni að uppþotinu sem varð undir lok leiks Íslands og Kýpur á Smáþjóðaleikunum í dag. Völlurinn logaði í slagsmálum í góðan tíma áður en lögregla náði að skakka leikinn og réðist einn leikmanna Kýpur að dómaranum, tók hann hálstaki og henti honum í gólfið. Friðrik segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. "Þetta var auðvitað úrslitaleikur og mikið undir. Kýpur þurfti að vinna okkur með 17 stigum eða meira til að eiga möguleika á að vinna mótið. Þeir voru mjög grófir frá fyrstu mínútu og voru búnir að fá dæmdar á sig nokkrar óíþróttamannslegar villur. Þeir náðu þrettán stiga forystu í þriðja leikhluta, en við náðum að saxa það niður í sex stig í lokin og vorum á góðri leið með að vinna leikinn þegar tvær mínútur voru eftir sauð allt uppúr. Ég hef aldrei séð annað eins," sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi, en hann er líka aðstoðarþjálfari liðsins. "Við vonum auðvitað að svona lagað gerist aldrei aftur, en það varð allt vitlaust í lokin. Bekkurinn hjá þeim var þarna að fá einvherjar tæknivillur og ljót orð að ganga manna á milli - og í kjölfarið urðu bara hópslagsmál. Annar dómarinn reyndi svo að ganga milli manna en það tókst ekki betur til en það að einn leikmanna Kýpur tók hann hálstaki, reif hann upp í loftið og grýtti honum á bakið í gólfið. Það var engin öryggisgæsla þarna og það endaði með því að eftirlitsdómarinn smalaði okkar mönnum saman og fór með okkur inn í klefa. Lögreglan kom svo þarna að endingu og náði að stilla til friðar, en leikmenn Kýpur börðu og spörkuðu í hurðina á klefanum okkar þegar þeir gengu framhjá honum," sagði Friðrik. Ekki þótti ráðlegt að reyna að halda verðlaunaafhendingu eftir þessi miklu læti og því sagði Friðrik að íslenska liðið hefði fengið gullið afhent með kveðju frá prinsinum - sem hefði harmað að geta ekki afhent verðlaunin. Ekki urðu alvarleg meisli á leikmönnum íslenska liðsins þrátt fyrir lætin, en Brenton Birmingham fékk reyndar skurð á höfuðið í fyrri hálfleiknum. Friðrik segir þó að nokkrir leikmanna liðsins hafi fengið kjaftshögg í látunum. "Verðlaunaafhendingin var alveg blásin af og við fengum gullverðlaunin okkar bara afhent og Lúxembúrg silfrið og okkur var svo send kveðja frá prinsinum þar sem hann harmaði að þetta færi svona. Strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur í þessu og létu Kýpur ekkert valta yfir sig. Ég hef hinsvegar aldrei orðið vitni af öðru eins og þessi uppákoma er með ólíkindum. Það er ekki ólíklegt að Kýpur verði bara vísað úr þessari keppni en það lá ekki fyrir þarna áðan," sagði Friðrik í samtali við Vísi, en hann var kominn út í rútu á leið út á flugvöll ásamt íslenska liðinu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum