Samkomulag í loftslagsmálum Guðjón Helgason skrifar 7. júní 2007 19:13 Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims náðu samkomulagi í loftslagsmálum á fundi sínum í Þýskalandi í dag. Kaslari Þýskalands var sigurreif þó tillaga hennar um að útblástur yrði minnkaður um helming fyrir árið 2050, hafi ekki náð fram að ganga vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Merkel sagði samkomulag hafa náðst um að það yrði að setja skýr markmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Alvarlega yrði tekið til greina að draga úr útblæstri um helming fyrir 2050. Nákvæmt innihald samkomulagsins hefur ekki verið kynnt að fullu en telja stjórnmálaskýrendur að þar verði ekki afgerandi orðalag að finna. Þegar umhverfismálin voru afgreidd settust Bush Bandaríkjaforseti og Pútín Rússlandsforseti niður til fundar um fyrirhugað eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Póllandi og Tékklandi. Pútín hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópuríkjum ef af áformunum yrði. Bandaríkjaforsetinn sagði viðræður dagsins hafa verið gagnlegar, sér í lagi hvað varðaði eldflaugavarnarkerfið. Pútín hefði gert sér grein fyrir áhyggjum sínum og komið fram með áhugaverðar tillögur. Lagði hann til að ekki yrði reist radarstöð í Tékklandi heldur yrði notast við Gabala radarstöðina í Aserbaídsjan sem Rússar leigi. Pútín sagði samkomulag Rússa við Asera gera þetta mögulegt. Bush sagði að ákveðið hefði verið að skiptast á hugmyndum í eldflaugavarnarmálum. Í Rostock fylgjast fulltrúar hjálparsamtaka með fundinum. Þar eru haldnir tónleikar með listamönnum sem vilja ljá ýmsum málefnum lið. Þeir segja málefni Afríku gleymd nú ólíkt því sem var í Gleneagles í Skotlandi fyrir tveimur árum þegar auknu fé var lofað til hjálpar í álfunni. Ekki hafi verið staðið við það. Tónlistarmaðurinn og aðgerðarsinninn Bono sagði að sér virtist sem Afríka væri ekki á dagskrá í Heiligendamm. Aðeins sé fjallað um það sem skipti vesturveldin mestu. Erlent Fréttir Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims náðu samkomulagi í loftslagsmálum á fundi sínum í Þýskalandi í dag. Kaslari Þýskalands var sigurreif þó tillaga hennar um að útblástur yrði minnkaður um helming fyrir árið 2050, hafi ekki náð fram að ganga vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Merkel sagði samkomulag hafa náðst um að það yrði að setja skýr markmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Alvarlega yrði tekið til greina að draga úr útblæstri um helming fyrir 2050. Nákvæmt innihald samkomulagsins hefur ekki verið kynnt að fullu en telja stjórnmálaskýrendur að þar verði ekki afgerandi orðalag að finna. Þegar umhverfismálin voru afgreidd settust Bush Bandaríkjaforseti og Pútín Rússlandsforseti niður til fundar um fyrirhugað eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Póllandi og Tékklandi. Pútín hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópuríkjum ef af áformunum yrði. Bandaríkjaforsetinn sagði viðræður dagsins hafa verið gagnlegar, sér í lagi hvað varðaði eldflaugavarnarkerfið. Pútín hefði gert sér grein fyrir áhyggjum sínum og komið fram með áhugaverðar tillögur. Lagði hann til að ekki yrði reist radarstöð í Tékklandi heldur yrði notast við Gabala radarstöðina í Aserbaídsjan sem Rússar leigi. Pútín sagði samkomulag Rússa við Asera gera þetta mögulegt. Bush sagði að ákveðið hefði verið að skiptast á hugmyndum í eldflaugavarnarmálum. Í Rostock fylgjast fulltrúar hjálparsamtaka með fundinum. Þar eru haldnir tónleikar með listamönnum sem vilja ljá ýmsum málefnum lið. Þeir segja málefni Afríku gleymd nú ólíkt því sem var í Gleneagles í Skotlandi fyrir tveimur árum þegar auknu fé var lofað til hjálpar í álfunni. Ekki hafi verið staðið við það. Tónlistarmaðurinn og aðgerðarsinninn Bono sagði að sér virtist sem Afríka væri ekki á dagskrá í Heiligendamm. Aðeins sé fjallað um það sem skipti vesturveldin mestu.
Erlent Fréttir Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira