Bandaríska þingið ögraði í dag Georg W. Bush, forseta Bandaríkjanna, þegar þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpi um að auka ríkisstyrki til stofnfrumurannsókna.
Ekki er þó talið líklegt að meirihluti demókrata og öldungadeildin nái tveimur þriðju hluta atkvæða sem þarf til að vera yfirsterkari neitunarvaldi forsetans.