Efnaverksmiðja í Crewe í Englandi stendur í björtu báli eftir að þar varð mikil sprenging fyrir stundu. Verið er að rýma næsta nágrenni verksmiðjunnar en reykjarbólstrar standa mörghundruð metra í loft upp. Sjónarvottar segja að eldurinn sé að breiðast út. Ekki er á þessari stundu vitað um manntjón í verksmiðjunni.
Slökkviliðsbílar og björgunarsveitir streyma nú á vettvang. Crewe er á austurströnd Englands, ekki langt frá Liverpool.