Mótmælt í Rostock Guðjón Helgason skrifar 2. júní 2007 19:00 Að minnsta kosti hundrað lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í norðurhluta Þýskalands í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda þar í næstu viku og vildu mótmælendur hafa áhrif á umræðuna þar. Lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að hafa hemil á mannfjöldanum. Mótmælendur byrjuðu að streyma til hafnarborgarinnar Rostock í norðurhluta Þýskalands snemma í morgun og voru þrettán þúsund lögreglumenn viðbúnir komu þeirra. Fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims hefst í Heiligendamm, um tuttugu og fimm kílómetrum frá Rostock á miðvikudaginn og stendur í þrjá daga. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tekur þá á móti leiðtogum Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanda og Rússlands. Auk þeirra verða fulltrúar Brasilíu, Indlands og Kína á fundinum sem áheyrnarfulltrúar. Loftslagsmál, aðgerðir gegn úranauðun Írana, aðstoð við fátæk ríki í Afríku og efnahagsmál í víðum skilningi verða á dagskrá á fundinum. Mótmælin í Rostock voru skipulögð með nokkrum fyrirvara og ætlað að hafa áhrif á umræðuna í vikunni. Aðstandendur bjuggust við 100 þúsund manns en lögregla segir mótmælendur um 30 þúsund. Fréttaskýrendur segja fleiri úr þeirra hópi á leið til borgarinnar. Mótmælendur eru sagðir tilheyra 160 samtökum, sumir kommúnistar, aðrir anarkistar og enn aðrir umhverfissinnar. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda þegar leið á daginn. Grjóti og flöskum rigndi yfir lögreglu sem svaraði með táragasi og sprautaði á mótmælendur með vatnsþrýstidælum. Um fimm hundruð mótmælendur gerðu þunga atlögu að lögreglumönnum við höfnina í borginni og mikil ringulreið skapast. Aðstandendur mótmælana kölluðu í hátalarakerfi og báðu fólk um að sýna stillingu. Ekki var orðið við því. Fjölmargir mótmælendur voru handteknir í dag en ekki vitað með vissu hve margir. Mótmælendur hafa hreiðrað um sig á stóru engi nærri Rostock í Þýskalandi og talið að enn eigi eftir að fjölga í þeirra hópi. Yfirvöld í borginni óttast að aftur komi til átaka þegar nær dregi leiðtogafundinum. Mótmælt var í Lundúnum í dag en allt fór þar fram með friðsamlegum hætti. Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lögregla leitar manns Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Að minnsta kosti hundrað lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í norðurhluta Þýskalands í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda þar í næstu viku og vildu mótmælendur hafa áhrif á umræðuna þar. Lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að hafa hemil á mannfjöldanum. Mótmælendur byrjuðu að streyma til hafnarborgarinnar Rostock í norðurhluta Þýskalands snemma í morgun og voru þrettán þúsund lögreglumenn viðbúnir komu þeirra. Fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims hefst í Heiligendamm, um tuttugu og fimm kílómetrum frá Rostock á miðvikudaginn og stendur í þrjá daga. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tekur þá á móti leiðtogum Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanda og Rússlands. Auk þeirra verða fulltrúar Brasilíu, Indlands og Kína á fundinum sem áheyrnarfulltrúar. Loftslagsmál, aðgerðir gegn úranauðun Írana, aðstoð við fátæk ríki í Afríku og efnahagsmál í víðum skilningi verða á dagskrá á fundinum. Mótmælin í Rostock voru skipulögð með nokkrum fyrirvara og ætlað að hafa áhrif á umræðuna í vikunni. Aðstandendur bjuggust við 100 þúsund manns en lögregla segir mótmælendur um 30 þúsund. Fréttaskýrendur segja fleiri úr þeirra hópi á leið til borgarinnar. Mótmælendur eru sagðir tilheyra 160 samtökum, sumir kommúnistar, aðrir anarkistar og enn aðrir umhverfissinnar. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda þegar leið á daginn. Grjóti og flöskum rigndi yfir lögreglu sem svaraði með táragasi og sprautaði á mótmælendur með vatnsþrýstidælum. Um fimm hundruð mótmælendur gerðu þunga atlögu að lögreglumönnum við höfnina í borginni og mikil ringulreið skapast. Aðstandendur mótmælana kölluðu í hátalarakerfi og báðu fólk um að sýna stillingu. Ekki var orðið við því. Fjölmargir mótmælendur voru handteknir í dag en ekki vitað með vissu hve margir. Mótmælendur hafa hreiðrað um sig á stóru engi nærri Rostock í Þýskalandi og talið að enn eigi eftir að fjölga í þeirra hópi. Yfirvöld í borginni óttast að aftur komi til átaka þegar nær dregi leiðtogafundinum. Mótmælt var í Lundúnum í dag en allt fór þar fram með friðsamlegum hætti.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lögregla leitar manns Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira