Þrjú lið í NBA ráða þjálfara 1. júní 2007 04:41 Steve Kerr NordicPhotos/GettyImages Miklar hræringar hafa verið í þjálfaramálum í NBA deildinni á síðustu dögum og í gær staðfestu þrjú félög í deildinni nýja þjálfara til starfa. Þá bárust þær fréttir í nótt að Steve Kerr hafi náð samkomulagi við Phoenix Suns um að gerast forseti og framkvæmdastjóri félagsins. Steve Kerr hóf feril sinn sem leikmaður með Phoenix á sínum tíma og á lítinn hlut í félaginu. Hann hefur undanfarið starfað sem sjónvarpsmaður hjá TNT sjónvarpsstöðinni, en hann lauk keppni í útsendingu gærkvöldsins og sást yfirgefa svæðið með síma á eyranu. Hann vildi ekki tjá sig mikið um þessar fréttir og sagðist ekki geta sagt neitt um það að svo stöddu. Ljóst er að hann getur ekki tekið við nýju starfi fyrr en hann klárar samning sinn við sjónvarpsstöðina sem gildir út úrslitakeppnina í ár. Orlando Magic gekk í gær frá ráðningu þjálfarans Billy Donovan sem gerði lið Flórída Háskólans að meisturum tvö síðustu ár. Ekki er langt síðan Donovan skrifaði undir stóran samning við skólann, en Orlando bauð honum risasamning sem hann gat ekki hafnað og fréttir herma að hann fái allt að 27,5 milljónir dollara fyrir fimm ára samning. Hann tekur við af Brian Hill. Marc Ivaroni var ráðinn þjálfari Memphis Grizzlies þar sem hann tekur við starfi Tony Barone. Ivaroni spilaði í 17 ár í deildinni og hefur verið aðstoðarþjálfari Phoenix Suns síðustu ár. Indiana Pacers réði til sín þjálfarann Jim O´Brien sem tekur við af Rick Carlisle. O´Brien er reyndur þjálfari sem áður stýrði meðal annars Philadelphia 76ers og Boston Celtics. Þá réði Michael Jordan hjá Charlotte Bobcats til sín gamlan kunningja í Rod Higgins sem tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá félaginu, en þeir voru saman í herbúðum Washington Wizards á sínum tíma. NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni Sjá meira
Miklar hræringar hafa verið í þjálfaramálum í NBA deildinni á síðustu dögum og í gær staðfestu þrjú félög í deildinni nýja þjálfara til starfa. Þá bárust þær fréttir í nótt að Steve Kerr hafi náð samkomulagi við Phoenix Suns um að gerast forseti og framkvæmdastjóri félagsins. Steve Kerr hóf feril sinn sem leikmaður með Phoenix á sínum tíma og á lítinn hlut í félaginu. Hann hefur undanfarið starfað sem sjónvarpsmaður hjá TNT sjónvarpsstöðinni, en hann lauk keppni í útsendingu gærkvöldsins og sást yfirgefa svæðið með síma á eyranu. Hann vildi ekki tjá sig mikið um þessar fréttir og sagðist ekki geta sagt neitt um það að svo stöddu. Ljóst er að hann getur ekki tekið við nýju starfi fyrr en hann klárar samning sinn við sjónvarpsstöðina sem gildir út úrslitakeppnina í ár. Orlando Magic gekk í gær frá ráðningu þjálfarans Billy Donovan sem gerði lið Flórída Háskólans að meisturum tvö síðustu ár. Ekki er langt síðan Donovan skrifaði undir stóran samning við skólann, en Orlando bauð honum risasamning sem hann gat ekki hafnað og fréttir herma að hann fái allt að 27,5 milljónir dollara fyrir fimm ára samning. Hann tekur við af Brian Hill. Marc Ivaroni var ráðinn þjálfari Memphis Grizzlies þar sem hann tekur við starfi Tony Barone. Ivaroni spilaði í 17 ár í deildinni og hefur verið aðstoðarþjálfari Phoenix Suns síðustu ár. Indiana Pacers réði til sín þjálfarann Jim O´Brien sem tekur við af Rick Carlisle. O´Brien er reyndur þjálfari sem áður stýrði meðal annars Philadelphia 76ers og Boston Celtics. Þá réði Michael Jordan hjá Charlotte Bobcats til sín gamlan kunningja í Rod Higgins sem tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá félaginu, en þeir voru saman í herbúðum Washington Wizards á sínum tíma.
NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni Sjá meira