Kenna stuðningsmönnum Liverpool um vandræðin Jónas Haraldsson skrifar 24. maí 2007 10:11 Á myndinni sést stuðningsmaður Liverpool með miða en óeirðalögreglan meinaði honum aðgöngu að leiknum. MYND/AFP Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kennt áhangendum Liverpool um vandræðin fyrir leikinn. Óeirðalögregla í Aþenu notaði táragas og kylfur til þess að hafa stjórn á aðdáendunum þegar þeim var sagt að snúa heim á leið þar sem leikvangurinn væri fullur. Talsmaður UEFA, William Gaillard, sagði „Hegðun stuðningsmanna Liverpool er það sem olli vandræðum fyrir leikinn." Breska sendiráðið í Aþenu ætlar sér að taka málið upp. Leikurinn endaði 2 - 1 fyrir AC Milan en margir áhangendur Liverpool komust ekki á leikinn þrátt fyrir að vera með miða. Ólæti brutust út stuttu fyrir leikinn þegar stuðningsmönnum var haldið aftur vegna troðnings. Lögregla sagði þeim sem voru á leið í gegnum lokahliðið að hægja á sér eða jafnvel stoppa alveg. Óeirðalögreglan myndaði síðan hring í kringum svæðið til þess að koma í veg fyrir að fleiri kæmust í raðirnar. Síðan var þeim sem stóðu fyrir utan sagt að þeir kæmust ekki inn á leikinn, þrátt fyrir að vera með miða, þar sem leikvangurinn væri fullur. Þá höfðu víst fjölmargir komist inn á völlinn án þess að hafa miða eða vera með falsaða miða undir höndum. Bretar kenna hins vegar UEFA um fyrir að hafa valið svo lítinn völl og úthlutað áhangendum liðanna svo lítið magn af miðum. Einnig var talað um að lítið eftirlit hefði verið við innganginn á leikvanginn. Gaillard sagði hins vegar að ekkert hefði verið um vandræði hjá Milan stuðningsmönnunum og að það sýndi að vandræðin hefðu verið vegna hegðunar áhangenda Liverpool. Sagði hann þó langflesta hafa hegðað sér almennilega en þurft að líða fyrir hegðun örfárra einstaklinga og það væri miður. Hann neitaði því hins vegar alfarið að UEFA bæri nokkra ábyrgð á því sem úrskeiðis fór. Erlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kennt áhangendum Liverpool um vandræðin fyrir leikinn. Óeirðalögregla í Aþenu notaði táragas og kylfur til þess að hafa stjórn á aðdáendunum þegar þeim var sagt að snúa heim á leið þar sem leikvangurinn væri fullur. Talsmaður UEFA, William Gaillard, sagði „Hegðun stuðningsmanna Liverpool er það sem olli vandræðum fyrir leikinn." Breska sendiráðið í Aþenu ætlar sér að taka málið upp. Leikurinn endaði 2 - 1 fyrir AC Milan en margir áhangendur Liverpool komust ekki á leikinn þrátt fyrir að vera með miða. Ólæti brutust út stuttu fyrir leikinn þegar stuðningsmönnum var haldið aftur vegna troðnings. Lögregla sagði þeim sem voru á leið í gegnum lokahliðið að hægja á sér eða jafnvel stoppa alveg. Óeirðalögreglan myndaði síðan hring í kringum svæðið til þess að koma í veg fyrir að fleiri kæmust í raðirnar. Síðan var þeim sem stóðu fyrir utan sagt að þeir kæmust ekki inn á leikinn, þrátt fyrir að vera með miða, þar sem leikvangurinn væri fullur. Þá höfðu víst fjölmargir komist inn á völlinn án þess að hafa miða eða vera með falsaða miða undir höndum. Bretar kenna hins vegar UEFA um fyrir að hafa valið svo lítinn völl og úthlutað áhangendum liðanna svo lítið magn af miðum. Einnig var talað um að lítið eftirlit hefði verið við innganginn á leikvanginn. Gaillard sagði hins vegar að ekkert hefði verið um vandræði hjá Milan stuðningsmönnunum og að það sýndi að vandræðin hefðu verið vegna hegðunar áhangenda Liverpool. Sagði hann þó langflesta hafa hegðað sér almennilega en þurft að líða fyrir hegðun örfárra einstaklinga og það væri miður. Hann neitaði því hins vegar alfarið að UEFA bæri nokkra ábyrgð á því sem úrskeiðis fór.
Erlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira