Friðargæsluliðar SÞ skiptu vopnum fyrir gull Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 23. maí 2007 14:33 Pakistanskir friðargæsluliðar í Kongó. Ekki eru sömu friðargæsluliðarnir nú og árið 2005. MYND/AFP Pakistanskir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Kongó skiptu á vopnum fyrir gull við herskáa hópa sem þeim var ætlað að afvopna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Kongósku herliðin áttu sök á verstu mannréttindabrotum á meðan borgarastríðið stóð yfir í landinu. Skiptin fóru fram árið 2005. Rannsóknarhóp á vegum SÞ var ætlað að afla gagna um málið. Honum var hótað og hann hindraður í að vinna að málinu og hrökklaðist að lokum í burtu. Skýrsla hópsins um málið var þögguð niður innan samtakanna til að forðast pólitískt hneyksli. Atburðirnir áttu sér stað í og við námubæinn Mongbwalu í norðausturhluta landsins. Pakistanski armur friðargæsluliða SÞ sá um að koma friði á en hörð átök höfðu átt sér stað milli Lendu og Hema ættbálkanna. Eftir því sem vopnakaupin þróuðust kynntu pakistönsku friðargæsluliðarnir hermenn úr kongóska hernum fyrir skiptunum og kölluðu til indverska kaupmenn frá Kenýa. Það var Richard Ndilu yfirmaður útlendingaeftirlitsins við Mongbwalu flugvöll sem fylltist grunsemdum seint á árinu 2005. Indverskur viðskiptamaður hafi komið til að dvelja í búðum pakistönsku friðargæsluliðanna. Kongóski herinn aftraði lögreglustjóra svæðisins að skoða farm flugvélar sem grunur lék á að tengdist skiptunum. Enn hefur rannsókn ekki átt sér stað og SÞ í New York neita að útskýra hvað gerðist. Yfirvöld í Pakistan segja að þau hafi fyrst fengið pata af málinu fyrir örfáum dögum, en það verði skoðað. Erlent Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira
Pakistanskir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Kongó skiptu á vopnum fyrir gull við herskáa hópa sem þeim var ætlað að afvopna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Kongósku herliðin áttu sök á verstu mannréttindabrotum á meðan borgarastríðið stóð yfir í landinu. Skiptin fóru fram árið 2005. Rannsóknarhóp á vegum SÞ var ætlað að afla gagna um málið. Honum var hótað og hann hindraður í að vinna að málinu og hrökklaðist að lokum í burtu. Skýrsla hópsins um málið var þögguð niður innan samtakanna til að forðast pólitískt hneyksli. Atburðirnir áttu sér stað í og við námubæinn Mongbwalu í norðausturhluta landsins. Pakistanski armur friðargæsluliða SÞ sá um að koma friði á en hörð átök höfðu átt sér stað milli Lendu og Hema ættbálkanna. Eftir því sem vopnakaupin þróuðust kynntu pakistönsku friðargæsluliðarnir hermenn úr kongóska hernum fyrir skiptunum og kölluðu til indverska kaupmenn frá Kenýa. Það var Richard Ndilu yfirmaður útlendingaeftirlitsins við Mongbwalu flugvöll sem fylltist grunsemdum seint á árinu 2005. Indverskur viðskiptamaður hafi komið til að dvelja í búðum pakistönsku friðargæsluliðanna. Kongóski herinn aftraði lögreglustjóra svæðisins að skoða farm flugvélar sem grunur lék á að tengdist skiptunum. Enn hefur rannsókn ekki átt sér stað og SÞ í New York neita að útskýra hvað gerðist. Yfirvöld í Pakistan segja að þau hafi fyrst fengið pata af málinu fyrir örfáum dögum, en það verði skoðað.
Erlent Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira