Segist saklaus Guðjón Helgason skrifar 22. maí 2007 18:45 Rússar ætla ekki að framselja fyrrverandi KGB mann sem Bretar ætla að ákæra fyrir morðið á njósnaranum Alexander Litvinenko. Sá ákærði segir pólitískar hvatir að baki málinu af hálfu Breta - hann hafi ekki myrt Litvinenko. Alexander Litvinenko lést af völdum pólóníumeitrunar í lok nóvember í fyrra. Á dánarbeði sínu sagði þessi fyrrum KGB maður og starfsmaður öryggissveita Rússlands að Pútín Rússlandsforseti hefði fyrirskipað morð sitt. Litvinenko leitaði hælis í Bretlandi 2000. Hann hafði gagnrýnt Pútín harðlega og sagt fyrrverandi samstarfsmenn sína ábyrga fyrir mörgum óhæfuverkum. Bretar nú ákveðið að ákæra Andrei Lugovoj, fyrrverandi njósnari KGB og lykilvitni í málinu. Hann átti fund með Litvinenko á hóteli í Lundúnum daginn sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum. Ken MacDonald, saksóknari bresku krúnunnar, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hann hefði fyrirskipað lögfræðingum sínum að krefja Rússa um framsal á Lugovoj svo hægt yrði að ákæra hann formlega fyrir morð og rétta yfir honum fyrir þennan alvarlega glæp. Þegar þetta var ljóst höfuð bresk yfirvöld þegar samband við rússneska sendiherrann í Lundúnum. Margaret Beckett, utanríkisráðherra Breta, sem nú er stödd í Tokyo í Japan, sagði að Rússar hefðu verið hjálplegir við rannsókn málsins og nú vonaði hún að þeir yrðu jafn hjálplegir við ná réttlæti fram í málinu. Bretar og Rússar hafa ekki gert með sér samning um framsal sakamanna. Rússar ætla ekki að framselja Lugovoj. Það samræmist ekki stjórnarskrá. Hafi Lugovoy gerst brotlegur skuli rétta yfir honum í Rússlandi. Af þessu má ráða að pattastaða er komin málið. Nú síðdegis var svo haft eftir Lugovoj að hann hefði ekki átt neinn þátt í dauða Litvinenkos. Ákæra Breta væri lögð fram af pólitískum ástæðum og ekkert mark á henni takandi. Erlent Fréttir Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Rússar ætla ekki að framselja fyrrverandi KGB mann sem Bretar ætla að ákæra fyrir morðið á njósnaranum Alexander Litvinenko. Sá ákærði segir pólitískar hvatir að baki málinu af hálfu Breta - hann hafi ekki myrt Litvinenko. Alexander Litvinenko lést af völdum pólóníumeitrunar í lok nóvember í fyrra. Á dánarbeði sínu sagði þessi fyrrum KGB maður og starfsmaður öryggissveita Rússlands að Pútín Rússlandsforseti hefði fyrirskipað morð sitt. Litvinenko leitaði hælis í Bretlandi 2000. Hann hafði gagnrýnt Pútín harðlega og sagt fyrrverandi samstarfsmenn sína ábyrga fyrir mörgum óhæfuverkum. Bretar nú ákveðið að ákæra Andrei Lugovoj, fyrrverandi njósnari KGB og lykilvitni í málinu. Hann átti fund með Litvinenko á hóteli í Lundúnum daginn sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum. Ken MacDonald, saksóknari bresku krúnunnar, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hann hefði fyrirskipað lögfræðingum sínum að krefja Rússa um framsal á Lugovoj svo hægt yrði að ákæra hann formlega fyrir morð og rétta yfir honum fyrir þennan alvarlega glæp. Þegar þetta var ljóst höfuð bresk yfirvöld þegar samband við rússneska sendiherrann í Lundúnum. Margaret Beckett, utanríkisráðherra Breta, sem nú er stödd í Tokyo í Japan, sagði að Rússar hefðu verið hjálplegir við rannsókn málsins og nú vonaði hún að þeir yrðu jafn hjálplegir við ná réttlæti fram í málinu. Bretar og Rússar hafa ekki gert með sér samning um framsal sakamanna. Rússar ætla ekki að framselja Lugovoj. Það samræmist ekki stjórnarskrá. Hafi Lugovoy gerst brotlegur skuli rétta yfir honum í Rússlandi. Af þessu má ráða að pattastaða er komin málið. Nú síðdegis var svo haft eftir Lugovoj að hann hefði ekki átt neinn þátt í dauða Litvinenkos. Ákæra Breta væri lögð fram af pólitískum ástæðum og ekkert mark á henni takandi.
Erlent Fréttir Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira