Breytt viðhorf Kína til Darfur Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 18. maí 2007 09:17 Börnum flóttamanna frá Darfur gefið að borða í flóttamannabúðum. MYND/AFP Framtíð hins stríðshrjáða Darfur héraðs í Súdan verður líklega ákveðin þúsundum kílometra í burtu frá landinu. Og þar koma ekki við sögu Bandaríkin eða Sameinuðu þjóðirnar. Í þetta sinn er það Kína sem leikur lykilhlutverk og það er áminning um vaxandi áhrif Kína í alþjóðasamfélaginu. Kína hefur mikilla olíuviðskiptahagsmuna að gæta í Súdan og hefur verið ásakað um að koma í veg fyrir að endi verði bundinn á ofbeldið í Darfur. Leiðtogar í Kina hafa þráast við þrátt fyrir aukinn þrýsting alþjóðasamfélagsins. Þeir beittu meðal annars neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn viðskiptaþvingunum á Súdan. En nú virðist vera breyting á viðhorfi þeirra en nýverið var skipaður embættismaður sem á að sjá um mál í Afríku. Hann mun beita sér að mestu fyrir málefnum í Darfur. Kína sendi Súdan óvenju harðan tón í síðasta mánuði vegna friðargæsluáforma Sameinuðu þjóðanna í Darfur. Yfirvöld í Peking hafa einnig tilkynnt að þeir muni senda næstum 300 hernaðartæki- og tól til að hjálpa til við alþjóðlega friðargæslu í héraðinu. Á fréttavef BBC segir að Sameinuðu þjóðirnar áætli að 200 þúsund manns hafi látist og tvær milljónir horfið í Darfur héraði síðan árið 2003. Tengsl landanna tveggja eiga sér langa sögu. Um áratuga bil hafa löndin átt sterk pólitísk, viðskipta- og hernaðartengsl. Kínverjar eru stærstu viðskiptaaðilar Súdana. Þeir hafa eytt milljónum dollara í að byggja upp olíuiðnað í Súdan. Af 500 þúsund olíutunnum sem framleiddar eru á hverjum degi í Súdan, fer megnið til Kína. Kína hefur líka um árabil selt vopn til landsins og bauðst fyrr á árinu til að auka hernaðarsamvinnu við Khartoum. Þess vegna hafa yfirvöld í Kína verið ófús til að þrýsta á Súdan vegna ástandsins í Darfur. Það gæti grafið undan samskiptunum millil landanna. Stjórnmálaskýrendur velta því nú fyrir sér hvort þetta útspil Kína sé bragð til að auka almenningsálit á alþjóðavettvangi, eða til að róa gagnrýnendur landsins. Erlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Framtíð hins stríðshrjáða Darfur héraðs í Súdan verður líklega ákveðin þúsundum kílometra í burtu frá landinu. Og þar koma ekki við sögu Bandaríkin eða Sameinuðu þjóðirnar. Í þetta sinn er það Kína sem leikur lykilhlutverk og það er áminning um vaxandi áhrif Kína í alþjóðasamfélaginu. Kína hefur mikilla olíuviðskiptahagsmuna að gæta í Súdan og hefur verið ásakað um að koma í veg fyrir að endi verði bundinn á ofbeldið í Darfur. Leiðtogar í Kina hafa þráast við þrátt fyrir aukinn þrýsting alþjóðasamfélagsins. Þeir beittu meðal annars neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn viðskiptaþvingunum á Súdan. En nú virðist vera breyting á viðhorfi þeirra en nýverið var skipaður embættismaður sem á að sjá um mál í Afríku. Hann mun beita sér að mestu fyrir málefnum í Darfur. Kína sendi Súdan óvenju harðan tón í síðasta mánuði vegna friðargæsluáforma Sameinuðu þjóðanna í Darfur. Yfirvöld í Peking hafa einnig tilkynnt að þeir muni senda næstum 300 hernaðartæki- og tól til að hjálpa til við alþjóðlega friðargæslu í héraðinu. Á fréttavef BBC segir að Sameinuðu þjóðirnar áætli að 200 þúsund manns hafi látist og tvær milljónir horfið í Darfur héraði síðan árið 2003. Tengsl landanna tveggja eiga sér langa sögu. Um áratuga bil hafa löndin átt sterk pólitísk, viðskipta- og hernaðartengsl. Kínverjar eru stærstu viðskiptaaðilar Súdana. Þeir hafa eytt milljónum dollara í að byggja upp olíuiðnað í Súdan. Af 500 þúsund olíutunnum sem framleiddar eru á hverjum degi í Súdan, fer megnið til Kína. Kína hefur líka um árabil selt vopn til landsins og bauðst fyrr á árinu til að auka hernaðarsamvinnu við Khartoum. Þess vegna hafa yfirvöld í Kína verið ófús til að þrýsta á Súdan vegna ástandsins í Darfur. Það gæti grafið undan samskiptunum millil landanna. Stjórnmálaskýrendur velta því nú fyrir sér hvort þetta útspil Kína sé bragð til að auka almenningsálit á alþjóðavettvangi, eða til að róa gagnrýnendur landsins.
Erlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira