Hingað til hefur því verið trúað að ekki væri hægt að laga skemmda hársekki sem hætt hafa að framleiða hár. Lið vísindamanna í Háskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hafa þróað nýjar hárfrumur í músum. Þeir segja að hægt sé að örva hárvöxt með einu geni.
BBC hefur eftir sérfræðingi í Bretlandi að niðurstöðurnar gætu hjálpað við þróun á tækni til að láta sár gróa fljótar.
Rannsóknin sýnir fram á að skinn geti endurnýjað sig, en ekki bara grætt sig.
Höfuð mannsins er með um 100 þúsund örlitla hársekki. Úr hverjum þeirra kemur eitt hár. Sekkirnir myndast á fyrstu stigum fórsturþroska.
Vísindaliðið í Pennsylvaníu fann út að genið wnt hefði jákvæð áhrif á nýja hársekki.