
Erlent
Gordon Brown verður næsti forsætisráðherra Breta

Sky sjónvarpsstöðin skýrði frá því fyrir stundu að Gordon Brown yrði næsti forsætisráðherra Bretlands og formaður Verkamannaflokksins. Þetta varð ljóst þegar Andrew MacKinlay, einn þingmanna flokksins, tilkynnti að hann styddi Brown. Fjármálaráðherrann hefur þá fengið 308 stuðningsatkvæði sem nægja til að tryggja honum sætið án þess að keppninautar hans hafi möguleika. Stuðningsmenn Browns segja að beðið verði eftir endanlegum stuðningstölum áður en yfirlýsing verði gefin út.