Sarkozy orðinn forseti 16. maí 2007 13:09 Nicolas Sarkozy sór embættiseið sinn sem forseti Frakklands í morgun. Í setningarræðu sinni kallaði hann eftir þjóðareiningu og boðaði breytingar á frönsku samfélagi. Búist er við að Sarkozy skipi ríkisstjórn sína í fyrsta lagi á morgun. Þar með er tólf ára valdatíð Jacques Chiracs formlega lokið en hann flutti kveðjuræðu sína í gær. Í morgun hitti hann Sarkozy í forsetahöllinni í París og afhenti honum aðgangskóðana að kjarnorkuvopnabúri Frakklands og að þeim fundi loknum hófst sjálf innsetningarathöfnin. Í ræðunni sem Sarkozy hélt við þetta tækifæri hét hann því að sameina frönsku þjóðina á ný og koma á ýmsum breytingum sem gerðu Frakkland sterkara, bæði í efnahagslegu og stjórnmálalegu tilliti. Í utanríkismálum kvaðst nýi forsetinn ætla að setja mannréttinda- og loftslagsmál á oddinn. Að ræðu sinni lokinni gekk Sarkozy strax að konu sinni Ceciliu og kyssti hana en með því hafa þau eflaust viljað slá á þrálátan orðróm um að hún styddi eiginmann sinn ekki heilshugar. Síðar í dag mun Sarkozy leggja blómssveig að leiði óþekkta hermannsins við Sigurbogann en svo heldur hann til Þýskalands til fundar við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Markmið þeirrar ferðar er ekki síst að undirstrika mikilvægi þessara tveggja öflugustu ríkja álfunnar. Búist er við að Sarkozy geri íhaldsmanninn Francois Fillon að forsætisráðherra sínum á morgun og á föstudag verði aðrir ráðherrar skipaðir. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Nicolas Sarkozy sór embættiseið sinn sem forseti Frakklands í morgun. Í setningarræðu sinni kallaði hann eftir þjóðareiningu og boðaði breytingar á frönsku samfélagi. Búist er við að Sarkozy skipi ríkisstjórn sína í fyrsta lagi á morgun. Þar með er tólf ára valdatíð Jacques Chiracs formlega lokið en hann flutti kveðjuræðu sína í gær. Í morgun hitti hann Sarkozy í forsetahöllinni í París og afhenti honum aðgangskóðana að kjarnorkuvopnabúri Frakklands og að þeim fundi loknum hófst sjálf innsetningarathöfnin. Í ræðunni sem Sarkozy hélt við þetta tækifæri hét hann því að sameina frönsku þjóðina á ný og koma á ýmsum breytingum sem gerðu Frakkland sterkara, bæði í efnahagslegu og stjórnmálalegu tilliti. Í utanríkismálum kvaðst nýi forsetinn ætla að setja mannréttinda- og loftslagsmál á oddinn. Að ræðu sinni lokinni gekk Sarkozy strax að konu sinni Ceciliu og kyssti hana en með því hafa þau eflaust viljað slá á þrálátan orðróm um að hún styddi eiginmann sinn ekki heilshugar. Síðar í dag mun Sarkozy leggja blómssveig að leiði óþekkta hermannsins við Sigurbogann en svo heldur hann til Þýskalands til fundar við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Markmið þeirrar ferðar er ekki síst að undirstrika mikilvægi þessara tveggja öflugustu ríkja álfunnar. Búist er við að Sarkozy geri íhaldsmanninn Francois Fillon að forsætisráðherra sínum á morgun og á föstudag verði aðrir ráðherrar skipaðir.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira