
Erlent
Selja eignir til að eiga fyrir skaðabótum
Rómversk-kaþólska kirkjan í Los Angeles í Bandaríkjunum sagði í gær að hún myndi selja eignir sínar, þar á meðal aðalskrifstofu sína, til þess að geta greitt fórnarlömbum kynferðislegrar misnotkunnar presta hennar skaðabætur. Kirkjan ætlar þó ekki að leggja niður neina söfnuði. Í desember á síðasta ári greiddi kirkjan skaðabætur í 46 málum og hundruð eru enn í farveginum.