Spielberg þrýstir á Kína vegna Darfur Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 15. maí 2007 19:45 Spielberg talar á tíu ára afmæli Schindlers List um Shoah Visual History Foundation. Stofnunin safnar upplýsingum um fórnarlömb Helfararinnar. MYND/AFP Óskarsverðlaunahafinn og leikstjórinn Steven Spielberg hefur krafist þess að forseti Kína beiti sér fyrir því að endi verði bundinn á þjóðarmorðin í Darfur í Súdan. Í bréfi til Hu Jintao, forseta Kína, hvatti leikstjórinn Kína til að þrýsta á Afríkulandið að leyfa Sameinuðu þjóðunum að senda friðargæslusveitir til landsins. Spielberg er nýjasti talsmaður Hollywood stjarnanna sem reynir að beina augum alheimsins að vandamálinu í Darfur. Kína Hefur mikilla olíuviðskiptahagsmuna að gæta í Súdan og hefur verið ásakað um að koma í veg fyrir að endi verði bundinn á ofbeldið í Darfur. Í bréfinu sagðist Spielberg bætast í hóp þeirra sem biðluðu til Kína um að breyta stefnu sinni varðandi Súdan. Á fréttavef BBC segir að Sameinuðu þjóðirnar áætli að 200 þúsund manns hafi látist og tvær milljónir horfið í Darfur síðan árið 2003. Spielberg er listrænn ráðgjafi Ólympíuleikanna í Peking árið 2008. Hann biðlaði einnig til stjórnvalda í Súdan til að hleypa friðargæslu SÞ inn til að vernda fórnarlömb þjóðarmorðanna. Spielberg sem leikstýrði Schindlers List mun vera sérstaklega áhugasamur um þjóðarmorð vegna tengsla við stofnun sem sérhæfir sig í sögu og fræðslu. Stofnunin er í Los Angeles og hefur meðal annars safnað vitnisburði rúmlega 50 þúsund fórnarlamba Helfararinnar. Leikkonan Mia Farrow gagnrýndi Spielberg í grein sem birt var í Wall Street Journal dagblaðinu fyrir tengingu hans við Ólympíuleikana í Kína. Hún spurði hvort hann vildi að sér yrði líkt við Leni Riefenstahl sem var handbendi Nasista á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936. Erlent Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn og leikstjórinn Steven Spielberg hefur krafist þess að forseti Kína beiti sér fyrir því að endi verði bundinn á þjóðarmorðin í Darfur í Súdan. Í bréfi til Hu Jintao, forseta Kína, hvatti leikstjórinn Kína til að þrýsta á Afríkulandið að leyfa Sameinuðu þjóðunum að senda friðargæslusveitir til landsins. Spielberg er nýjasti talsmaður Hollywood stjarnanna sem reynir að beina augum alheimsins að vandamálinu í Darfur. Kína Hefur mikilla olíuviðskiptahagsmuna að gæta í Súdan og hefur verið ásakað um að koma í veg fyrir að endi verði bundinn á ofbeldið í Darfur. Í bréfinu sagðist Spielberg bætast í hóp þeirra sem biðluðu til Kína um að breyta stefnu sinni varðandi Súdan. Á fréttavef BBC segir að Sameinuðu þjóðirnar áætli að 200 þúsund manns hafi látist og tvær milljónir horfið í Darfur síðan árið 2003. Spielberg er listrænn ráðgjafi Ólympíuleikanna í Peking árið 2008. Hann biðlaði einnig til stjórnvalda í Súdan til að hleypa friðargæslu SÞ inn til að vernda fórnarlömb þjóðarmorðanna. Spielberg sem leikstýrði Schindlers List mun vera sérstaklega áhugasamur um þjóðarmorð vegna tengsla við stofnun sem sérhæfir sig í sögu og fræðslu. Stofnunin er í Los Angeles og hefur meðal annars safnað vitnisburði rúmlega 50 þúsund fórnarlamba Helfararinnar. Leikkonan Mia Farrow gagnrýndi Spielberg í grein sem birt var í Wall Street Journal dagblaðinu fyrir tengingu hans við Ólympíuleikana í Kína. Hún spurði hvort hann vildi að sér yrði líkt við Leni Riefenstahl sem var handbendi Nasista á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936.
Erlent Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira