Watson segir öllum ráðum beitt 15. maí 2007 18:30 Skip á vegum Sea Sheperd-samtakanna undir stjórn Pauls Watson er á leið hingað til lands til að trufla hvalveiðar íslenskra skipa. Hann segir að öllum ráðum verði beitt, þar á meðal ásiglingum, og óttast ekki íslensku landhelgisgæsluna. Rúm tuttugu ár eru frá því að Sea Sheperd-menn létu síðast að sér kveða á Íslandi en þá sökktu þeir hvalbátum í Reykjavíkurhöfn og unnu spellvirki í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Nú telja Paul Watson og menn hans kominn tíma til að endurnýja kynnin við Íslendinga því í morgun lagði skip samtakanna, Farley Mowat, af stað frá Ástralíu hingað til lands. Áætlun samtakanna ber hið mikilúðlega heiti Ragnarök, sem samkvæmt íslenskri orðabók þýðir heimsslit, og markmið hennar er að koma í veg fyrir hvalveiðar Íslendinga í sumar. Skipið hefur undanfarna mánuði siglt um Suðurhöf og truflað hvalveiðar Japana, meðal annars með því að sigla á skip þeirra Paul Watson segir að svipuðum aðferðum verði beitt hér í sumar. "Við munum beita beinni íhlutun á sama hátt og þegar við stöðvuðum japönsku hvalveiðiskipin á Suðuríshafinu núna í janúar. Ætlið þið að beita ofbeldi eins og þið gerðuð þar? Við beitum aldrei ofbeldi. Það er ekki ofbeldi að hindra ólöglega notkun eigna. Svo þú lítur ekki á það sem ofbeldi að sigla á önnur skip? Mér finnst að það verði stöðva skip sem eru notuð á ólöglegan hátt. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þau. Það sem Íslendingar eru að gera er brot á alþjóðalögum." Watson var vísað úr landi á sínum tíma og er í ótímabundnu endurkomubanni. Ekki er að heyra að það valdi honum áhyggjum. "Við stóðum uppi í hárinu á Rússum úti fyrir Síberíu á Sovéttímanum. Við lentum í átökum við Norðmenn í norsku landhelginni og við Færeyinga í færeysku landhelginni. Svo við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu. Eruð þið ekkert hrædd við íslensku landhelgisgæsluna? Nei, það erum við ekki. Þegar maður hefur tekist á við sovéska flotann erum við ekki hrædd við íslensku landhelgisgæsluna." Búist er við að skipið verði komið hingað til lands eftir um það bil mánaðar siglingu. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd og að sögn formælanda hennar getur hún gripið til ýmissa ráða gegn hugsanlegum lögbrjótum, hvort heldur innan 12 mílna landhelginnar eða 200 mílna efnahagslögsögunnar. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Skip á vegum Sea Sheperd-samtakanna undir stjórn Pauls Watson er á leið hingað til lands til að trufla hvalveiðar íslenskra skipa. Hann segir að öllum ráðum verði beitt, þar á meðal ásiglingum, og óttast ekki íslensku landhelgisgæsluna. Rúm tuttugu ár eru frá því að Sea Sheperd-menn létu síðast að sér kveða á Íslandi en þá sökktu þeir hvalbátum í Reykjavíkurhöfn og unnu spellvirki í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Nú telja Paul Watson og menn hans kominn tíma til að endurnýja kynnin við Íslendinga því í morgun lagði skip samtakanna, Farley Mowat, af stað frá Ástralíu hingað til lands. Áætlun samtakanna ber hið mikilúðlega heiti Ragnarök, sem samkvæmt íslenskri orðabók þýðir heimsslit, og markmið hennar er að koma í veg fyrir hvalveiðar Íslendinga í sumar. Skipið hefur undanfarna mánuði siglt um Suðurhöf og truflað hvalveiðar Japana, meðal annars með því að sigla á skip þeirra Paul Watson segir að svipuðum aðferðum verði beitt hér í sumar. "Við munum beita beinni íhlutun á sama hátt og þegar við stöðvuðum japönsku hvalveiðiskipin á Suðuríshafinu núna í janúar. Ætlið þið að beita ofbeldi eins og þið gerðuð þar? Við beitum aldrei ofbeldi. Það er ekki ofbeldi að hindra ólöglega notkun eigna. Svo þú lítur ekki á það sem ofbeldi að sigla á önnur skip? Mér finnst að það verði stöðva skip sem eru notuð á ólöglegan hátt. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þau. Það sem Íslendingar eru að gera er brot á alþjóðalögum." Watson var vísað úr landi á sínum tíma og er í ótímabundnu endurkomubanni. Ekki er að heyra að það valdi honum áhyggjum. "Við stóðum uppi í hárinu á Rússum úti fyrir Síberíu á Sovéttímanum. Við lentum í átökum við Norðmenn í norsku landhelginni og við Færeyinga í færeysku landhelginni. Svo við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu. Eruð þið ekkert hrædd við íslensku landhelgisgæsluna? Nei, það erum við ekki. Þegar maður hefur tekist á við sovéska flotann erum við ekki hrædd við íslensku landhelgisgæsluna." Búist er við að skipið verði komið hingað til lands eftir um það bil mánaðar siglingu. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd og að sögn formælanda hennar getur hún gripið til ýmissa ráða gegn hugsanlegum lögbrjótum, hvort heldur innan 12 mílna landhelginnar eða 200 mílna efnahagslögsögunnar.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira