Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt í morgun áleiðis til Moskvu til viðræðna við þarlenda ráðamenn. Bilið á milli landanna tveggja virðist sífellt stækkandi og eiga viðræðurnar að reyna að bæta ástandið.
Yfirvöld í Kreml, sem Bandaríkin segja of valdagráðug, eru mjög óánægð vegna fyrirhugaðs eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna en það á að reisa í Póllandi og Tékklandi. Þá eru ríkin ósammála um framtíð Kosovo. Bandaríkin þurfa þó á stuðningi Rússlands að halda í deilunni við Íran.