Brown vill leiða ríkisstjórn Guðjón Helgason skrifar 11. maí 2007 18:45 Gordon Brown, fjármálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, hellti sér í morgun formlega í slaginn um leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum. Talið er að hann eigi greiða leið í embættið og takið við forsætisráðuneytinu af Tony Blair í lok júní. Blair tilkynnti um afsögn sína í gær. Það var á fundi með stuðningsmönnum í Lundúnum í dag sem Brown tilkynnti að hann ætlaði að sækjast eftir leiðtogasætinu og því að fá að leiða nýja ríkisstjórn. Þessi yfirlýsing kom engum á óvart enda vitað að Brown ætlaði sér að krækja í embættið á eftir Blair. Sagan segir að þeir hafi í raun samið um það þegar John Smith, þáverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, féll skyndilega frá árið 1994. Þessu hafa þeir þó báðir neitað. Blair lýsti í morgun yfir stuðningi við Brown sem boðaði þá til framboðsfundar. Hann lofsögn fráfarandi forsætisráðherra en sagðist ætla að innleiða nýja stjórnarhætti. Verkamannaflokkinn hefði á liðnum áratug byggt upp sanngjarnara samfélag en gera þyrfti betur. Hann ætlaði að styrkja efnahag landsins enn frekar, eyða fátækt meðal barna og finna leiðir til þess að takast á við loftlagsbreytingar í heiminum. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á staðfestu í baráttunni við hryðjuverk. Hann sagði fyrsta verk sitt í embætti þó verða að takast á við erfið verkefni í heilbrigðisþjónustunni. Talið er að Brown eigi auðvelda leið í leiðtogaembættið og Downing-stræti 10. Hann bauð þó hverjum sem væri að takast á við sig um leiðtogahlutverkið. Ekki er þó búist við að þungaviktarmenn bjóði sig fram gegn honum. Tveir minni spámenn á vinstrivæng flokksins leita þó stuðnings fyrir framboð sín en hafa samið um að sá sem afli fleiri fylgismanna um helgina haldi áfram en hinn víki. Val á formanni er sjö vikna ferli sem lýkur í lok júní. Erlent Fréttir Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Gordon Brown, fjármálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, hellti sér í morgun formlega í slaginn um leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum. Talið er að hann eigi greiða leið í embættið og takið við forsætisráðuneytinu af Tony Blair í lok júní. Blair tilkynnti um afsögn sína í gær. Það var á fundi með stuðningsmönnum í Lundúnum í dag sem Brown tilkynnti að hann ætlaði að sækjast eftir leiðtogasætinu og því að fá að leiða nýja ríkisstjórn. Þessi yfirlýsing kom engum á óvart enda vitað að Brown ætlaði sér að krækja í embættið á eftir Blair. Sagan segir að þeir hafi í raun samið um það þegar John Smith, þáverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, féll skyndilega frá árið 1994. Þessu hafa þeir þó báðir neitað. Blair lýsti í morgun yfir stuðningi við Brown sem boðaði þá til framboðsfundar. Hann lofsögn fráfarandi forsætisráðherra en sagðist ætla að innleiða nýja stjórnarhætti. Verkamannaflokkinn hefði á liðnum áratug byggt upp sanngjarnara samfélag en gera þyrfti betur. Hann ætlaði að styrkja efnahag landsins enn frekar, eyða fátækt meðal barna og finna leiðir til þess að takast á við loftlagsbreytingar í heiminum. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á staðfestu í baráttunni við hryðjuverk. Hann sagði fyrsta verk sitt í embætti þó verða að takast á við erfið verkefni í heilbrigðisþjónustunni. Talið er að Brown eigi auðvelda leið í leiðtogaembættið og Downing-stræti 10. Hann bauð þó hverjum sem væri að takast á við sig um leiðtogahlutverkið. Ekki er þó búist við að þungaviktarmenn bjóði sig fram gegn honum. Tveir minni spámenn á vinstrivæng flokksins leita þó stuðnings fyrir framboð sín en hafa samið um að sá sem afli fleiri fylgismanna um helgina haldi áfram en hinn víki. Val á formanni er sjö vikna ferli sem lýkur í lok júní.
Erlent Fréttir Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira