Tony Blair hættir í júní Guðjón Helgason og Sveinn H. Guðmarsson skrifar 10. maí 2007 18:30 Tony Blair, forsætsiráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að hann ætlaði að hætta sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Hann mun afhenda Elísabetu Englandsdrottningu afsögn sína úr embætti forsætisráðherra í lok næsta mánaðar. Afsögnin kemur ekki á óvart því fyrir síðustu kosningar tilkynni Blair að þær yrðu hans síðustu og í september á síðasta ári kvaðst hann svo myndu segja af sér innan árs eftir mikinn þrýsting frá samflokksmönnum sínum. Slæm útkoma Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í síðustu viku hafði sitt að segja um að Blair ákvað að taka af skarið nú. Það var viðeigandi hjá forsætisráðherranum að greina frá ákvörðuninni á fundi með fylgismönnum í kjördæmi sínu Sedgefield í morgun. Þar tilkynnti Blair að hann ætlaði að víkja sem formaður og þá yrði Verkamannaflokkurinn að verlja nýjan leiðtoga. Hann ætlaði svo að afhenda Elísabetu Englandsdrottningu afsögn sína úr embætti forsætisráðherra 27. júní næstkomandi. Blair sagði að sér þætti það nægilega langur tími að vera forsætisráðherra í 10 ár og þjóðinni þætti það án efa líka. Blair sagði það stundum eina leið til að forðast höfga valdsins að láta það frá sér. Blair sagði að nú yrði margt rætt og ritað um valdatíð sína en það væri almennings að meta árangurinn. Hann ræddi ýmsar umdeildar ákvarðanir í stjórnartíð sinni, meðal annars stuðning við innrásina í Írak. Þegar tekið sé við stjórnartaumum sagði hann oft þörf á að taka erfiðar ákvarðanir. Hann sagðist þó sverja að hann hefði gert það sem hann taldi rétt. Það gæti reynst rangt, það sé þjóðarinnar að meta. En eitt yrðu kjósendur að trúa umfram annað, hann hafi gert það sem hann taldi rétt fyrir þjóðina. Blair fæddist Edinborg í Skotlandi 6. maí 1953 og varð því 54 ára á sunnudaginn. Hann lauk lögfræðiprófi frá St. John´s í Oxford. Hann var kosinn á þing árið 1983 og eftir það varð frami hans innan flokksins skjótur og varð hann fljótt áberandi talsmaður í ýmsum málum. Í kosningunum 1992, þegar Neil Kinnock var formaður, var Blair þegar byrjaður að skipuleggja andlistbreytingu Verkamannaflokksins sem síðar varð. Árið 1994 féll þáverandi leiðtogi flokksins, John Smith, skyndilega frá, og stóð valið um næsta leiðtoga milli Blairs og Gordons Brown. Sagan segir að Blair og Brown hafi samið um að Blair tæki við embættinu en Brown yrði síðan leiðtogi einhverju síðar. Þeir hafa þó báðir þráfadlega neitað þessum orðrómi. Saman leiddu þeir síðan flokkinn til stórsigurs í þingkosningum fyrir tíu árum. Ekki var það síst að þakka að þeim Blair og Brown tókst að sannfæra breska kjósendur um að Verkamannflokkinum væri treystandi í efnahagsmálum, en það hafi þótt vafamál að mati margra kjósenda í fyrri kosningum. Tony Blair eru þaulsætnasti leiðtogi Verkamannaflokksins og eini leiðtogi hans sem hefur leitt flokkinn til sigurs í þrennum kosningum. Blair hefur bæðið verið gagnrýndur og honum þakkað fyrir að færa Verkamannaflokkinn að miðju breskra stjórnmála. Í ræðu sinni í dag hvatti Blair kjósendur til að líta um öxl aftur til annars maí 1997 og bera saman hag sinn þá og nú. Hann sagði aðeins einni ríkisstjórn frá árinu 1945 hafa tekist að skapa fleiri störf, fækka atvinnulausum jafn markvisst, auka heilbrigðisþjónustu og bæta menntun jafn mikið og draga úr glæpum. Auk þess hafi verið hagvöxtur á hverjum ársfjórðungi. Þessu geti ríkisstjórnin sem sitji nú státað sér af. Stjórnmálaskýrendur segja arfleifð Blairs þá að hann hafi gert Verkamannaflokkinn trúverðugan í augum kjósenda og leitt hann til sigurs í þrennum kosningum. Nær samfellt hagvaxtarskeið hafi verið í Bretlandi síðan 1997, talsvert meiri en í hinum gömlu ESB-ríkjunum. Einnig verði samkomlag á Norður-Írlandi hluti arfleifðar hans og innránsin í Írak og afleiðingar hennar. John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra tilkynnti líka um afsögn sína. Nú fer í gang leitin af arftaka Blairs. Einsýnt þykir að Gordon Brown, fjármálaráðherra, verði valinn. Hann á þó við ramman reip að draga því kannanir benda til að David Cameron, nýr leiðtogi Íhaldsmanna, sé mun vinsælli. Erlent Fréttir Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Tony Blair, forsætsiráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að hann ætlaði að hætta sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Hann mun afhenda Elísabetu Englandsdrottningu afsögn sína úr embætti forsætisráðherra í lok næsta mánaðar. Afsögnin kemur ekki á óvart því fyrir síðustu kosningar tilkynni Blair að þær yrðu hans síðustu og í september á síðasta ári kvaðst hann svo myndu segja af sér innan árs eftir mikinn þrýsting frá samflokksmönnum sínum. Slæm útkoma Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í síðustu viku hafði sitt að segja um að Blair ákvað að taka af skarið nú. Það var viðeigandi hjá forsætisráðherranum að greina frá ákvörðuninni á fundi með fylgismönnum í kjördæmi sínu Sedgefield í morgun. Þar tilkynnti Blair að hann ætlaði að víkja sem formaður og þá yrði Verkamannaflokkurinn að verlja nýjan leiðtoga. Hann ætlaði svo að afhenda Elísabetu Englandsdrottningu afsögn sína úr embætti forsætisráðherra 27. júní næstkomandi. Blair sagði að sér þætti það nægilega langur tími að vera forsætisráðherra í 10 ár og þjóðinni þætti það án efa líka. Blair sagði það stundum eina leið til að forðast höfga valdsins að láta það frá sér. Blair sagði að nú yrði margt rætt og ritað um valdatíð sína en það væri almennings að meta árangurinn. Hann ræddi ýmsar umdeildar ákvarðanir í stjórnartíð sinni, meðal annars stuðning við innrásina í Írak. Þegar tekið sé við stjórnartaumum sagði hann oft þörf á að taka erfiðar ákvarðanir. Hann sagðist þó sverja að hann hefði gert það sem hann taldi rétt. Það gæti reynst rangt, það sé þjóðarinnar að meta. En eitt yrðu kjósendur að trúa umfram annað, hann hafi gert það sem hann taldi rétt fyrir þjóðina. Blair fæddist Edinborg í Skotlandi 6. maí 1953 og varð því 54 ára á sunnudaginn. Hann lauk lögfræðiprófi frá St. John´s í Oxford. Hann var kosinn á þing árið 1983 og eftir það varð frami hans innan flokksins skjótur og varð hann fljótt áberandi talsmaður í ýmsum málum. Í kosningunum 1992, þegar Neil Kinnock var formaður, var Blair þegar byrjaður að skipuleggja andlistbreytingu Verkamannaflokksins sem síðar varð. Árið 1994 féll þáverandi leiðtogi flokksins, John Smith, skyndilega frá, og stóð valið um næsta leiðtoga milli Blairs og Gordons Brown. Sagan segir að Blair og Brown hafi samið um að Blair tæki við embættinu en Brown yrði síðan leiðtogi einhverju síðar. Þeir hafa þó báðir þráfadlega neitað þessum orðrómi. Saman leiddu þeir síðan flokkinn til stórsigurs í þingkosningum fyrir tíu árum. Ekki var það síst að þakka að þeim Blair og Brown tókst að sannfæra breska kjósendur um að Verkamannflokkinum væri treystandi í efnahagsmálum, en það hafi þótt vafamál að mati margra kjósenda í fyrri kosningum. Tony Blair eru þaulsætnasti leiðtogi Verkamannaflokksins og eini leiðtogi hans sem hefur leitt flokkinn til sigurs í þrennum kosningum. Blair hefur bæðið verið gagnrýndur og honum þakkað fyrir að færa Verkamannaflokkinn að miðju breskra stjórnmála. Í ræðu sinni í dag hvatti Blair kjósendur til að líta um öxl aftur til annars maí 1997 og bera saman hag sinn þá og nú. Hann sagði aðeins einni ríkisstjórn frá árinu 1945 hafa tekist að skapa fleiri störf, fækka atvinnulausum jafn markvisst, auka heilbrigðisþjónustu og bæta menntun jafn mikið og draga úr glæpum. Auk þess hafi verið hagvöxtur á hverjum ársfjórðungi. Þessu geti ríkisstjórnin sem sitji nú státað sér af. Stjórnmálaskýrendur segja arfleifð Blairs þá að hann hafi gert Verkamannaflokkinn trúverðugan í augum kjósenda og leitt hann til sigurs í þrennum kosningum. Nær samfellt hagvaxtarskeið hafi verið í Bretlandi síðan 1997, talsvert meiri en í hinum gömlu ESB-ríkjunum. Einnig verði samkomlag á Norður-Írlandi hluti arfleifðar hans og innránsin í Írak og afleiðingar hennar. John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra tilkynnti líka um afsögn sína. Nú fer í gang leitin af arftaka Blairs. Einsýnt þykir að Gordon Brown, fjármálaráðherra, verði valinn. Hann á þó við ramman reip að draga því kannanir benda til að David Cameron, nýr leiðtogi Íhaldsmanna, sé mun vinsælli.
Erlent Fréttir Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira