Svarnir andstæðingar sóru embættiseiða Guðjón Helgason skrifar 8. maí 2007 12:15 Martin McGuinness, fulltrúi Sinn Fein, Bertie Ahern, forsætsiráðherra Norður-Írlands, Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, Peter Hain, Norður-Írlandsmálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, og Ian Paisley, formaður sambandssinna á Norður-Írlandi, glaðir á fundi í þinghúsinu í Stormont-kastala í Belfast í morgun. MYND/AP Heimastjórn tók til starfa á ný á Norður-Írlandi í morgun þegar svarnir andstæðingar sóru eiða í Stormont kastala. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórnin var aflögð vegna njósnahneykslis og málefni Norður-Íra færð í hendur ráðherra í Lundúnum. Það hefur andað köldu milli Ians Paisleys, leiðtoga sambandssinna á Norður-Írlandi, og Martins McGuinness, fulltrúa Sinn Fein. Þrátt fyrir það sóru þeir embættiseiða í morgun með viðhöfn. Heimastjórn hefur ekki verið starfandi á Norður-Írlandi frá því síðla árs 2002 en þá réðst lögregla inn á þingskrifstofu Sinn Fein í Stormont kastala og lagði hald á pappíra. Grunur var um njósnir Írska lýðveldishersins innan heimastjórnarinnar og stjórnin því lyst upp og vald fært til Lundúna. Eftir það var allt reynt til að koma aftur á heimastjórn en illa gekk. Svo fór að Peter Hain, Norður-Írlandsmálaráðherra setti neyðarlög til að þvinga fram heimastjórn og frestur til að skipa hana gefinn til loka mars. Þá settust Paisley og Gerry Adams, formaður Sinn Fein, stjórnmálaarms Írska lýðveldishersins, saman niður til fundar í þinghúsinu í Stormont en áður höfðu þeir ekki hittst augliti til auglitis til viðræðna fyrr. Samið var um heimastjórn og tók hún svo við völdum í morgun. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands voru viðstaddir athöfnina. Paisley sagðist bjartsýnn á framhaldið og að Norður Írland væri loks komið á framfarabrautina. McGuinness tók í svipaðan streng og sagðist þess fullviss að þessir fornu fjendur gætu starfað saman í sátt og samlyndi. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Heimastjórn tók til starfa á ný á Norður-Írlandi í morgun þegar svarnir andstæðingar sóru eiða í Stormont kastala. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórnin var aflögð vegna njósnahneykslis og málefni Norður-Íra færð í hendur ráðherra í Lundúnum. Það hefur andað köldu milli Ians Paisleys, leiðtoga sambandssinna á Norður-Írlandi, og Martins McGuinness, fulltrúa Sinn Fein. Þrátt fyrir það sóru þeir embættiseiða í morgun með viðhöfn. Heimastjórn hefur ekki verið starfandi á Norður-Írlandi frá því síðla árs 2002 en þá réðst lögregla inn á þingskrifstofu Sinn Fein í Stormont kastala og lagði hald á pappíra. Grunur var um njósnir Írska lýðveldishersins innan heimastjórnarinnar og stjórnin því lyst upp og vald fært til Lundúna. Eftir það var allt reynt til að koma aftur á heimastjórn en illa gekk. Svo fór að Peter Hain, Norður-Írlandsmálaráðherra setti neyðarlög til að þvinga fram heimastjórn og frestur til að skipa hana gefinn til loka mars. Þá settust Paisley og Gerry Adams, formaður Sinn Fein, stjórnmálaarms Írska lýðveldishersins, saman niður til fundar í þinghúsinu í Stormont en áður höfðu þeir ekki hittst augliti til auglitis til viðræðna fyrr. Samið var um heimastjórn og tók hún svo við völdum í morgun. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands voru viðstaddir athöfnina. Paisley sagðist bjartsýnn á framhaldið og að Norður Írland væri loks komið á framfarabrautina. McGuinness tók í svipaðan streng og sagðist þess fullviss að þessir fornu fjendur gætu starfað saman í sátt og samlyndi.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira