Sögulegur sigur hjá Utah - McGrady grét á blaðamannafundi 6. maí 2007 05:38 Carlos Boozer fór hamförum hjá Utah í nótt með 35 stigum og 14 fráköstum NordicPhotos/GettyImages Utah Jazz varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA með dramatískum og sögulegum sigri á Houston Rockets í oddaleik í Houston 103-99. Utah varð með sigrinum aðeins 19. liðið í sögu NBA til að vinna leik 7 á útivelli af þeim 97 leikjum þeirrar tegundar sem háðir hafa verið. Sagan var ekki beinlínis á bandi Utah í leiknum, því liðið hafði tapað 6 útileikjum í röð í úrslitakeppni og 17 af síðustu 18. Liðið hafði ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan árið 2000, á dögum Karl Malone og John Stockton. Utah byrjaði leikinn í nótt mun betur og hafði forystu í hálfleik eins og reyndar í öllum leikjunum sjö í einvíginu. Heimaliðið hafði unnið alla leikina í einvíginu til þessa og því hölluðust flestir að sigri Houston. Utah náði mest 16 stiga forystu í leiknum, en alltaf náðu heimamenn að jafna og komust yfir seint í fjórða leikhlutanum. Ungt lið Utah sýndi þá mikinn karakter og náði að knýja fram sigur í lokinn, ekki síst með baráttu í sóknarfráköstunum. Carlos Boozer fór hamförum í liði Utah í nótt með 35 stigum og 14 fráköstum, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 14 stoðsendingar og Mehmet Okur skoraði 16 stig og hirti 11 fráköst. Þá er ótalinn þáttur Rússans Andrei Kirilenko, en hann gerði Tracy McGrady lífið leitt í fjórða leikhlutanum með stífum varnarleik. "Ég er stoltur af ungu strákunum í liðinu og ég gæti ekki verið ánægðari með þá," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah - sem er á sínu 20. ári með liðið. Yao Ming skoraði 29 stig fyrir Houston og var allt í öllu hjá liðinu á lokasprettinum, en þó félagi hans Tracy McGrady hafi skoraði 29 stig og gefið 13 stoðsendingar í leiknum - náði hann ekki að standa við stóru orðin sem hann gaf út fyrir einvígið þegar hann sagði að ef Houston færi ekki áfram í einvíginu yrði það sér að kenna. McGrady hefur enn ekki náð að komast upp úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA í sex tilraunum. Hann var spurður út í þessa hluti á blaðamannafundi eftir leikinn, en þegar hann hafði setið undir nokkrum spurningum blaðamanna - greip hann um höfuð sér, felldi tár og gekk út af fundinum. "Ég get þetta ekki," sagði hann. Houston hefur ekki unnið úrslitaseríu síðan árið 1997 og var þetta í annað sinn á þremur árum sem liðið tapar seríu í fyrstu umferð eftir að hafa komist yfir 2-0. Utah er því komið áfram í aðra umferðina nokkuð óvænt og fær þar hið erfiða verkefni að mæta Dallas-bönunum í Golden State Warriors. Liðin mættust fjórum sinnum í deildinni í vetur og skiptu með sér sigrum. NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Utah Jazz varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA með dramatískum og sögulegum sigri á Houston Rockets í oddaleik í Houston 103-99. Utah varð með sigrinum aðeins 19. liðið í sögu NBA til að vinna leik 7 á útivelli af þeim 97 leikjum þeirrar tegundar sem háðir hafa verið. Sagan var ekki beinlínis á bandi Utah í leiknum, því liðið hafði tapað 6 útileikjum í röð í úrslitakeppni og 17 af síðustu 18. Liðið hafði ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan árið 2000, á dögum Karl Malone og John Stockton. Utah byrjaði leikinn í nótt mun betur og hafði forystu í hálfleik eins og reyndar í öllum leikjunum sjö í einvíginu. Heimaliðið hafði unnið alla leikina í einvíginu til þessa og því hölluðust flestir að sigri Houston. Utah náði mest 16 stiga forystu í leiknum, en alltaf náðu heimamenn að jafna og komust yfir seint í fjórða leikhlutanum. Ungt lið Utah sýndi þá mikinn karakter og náði að knýja fram sigur í lokinn, ekki síst með baráttu í sóknarfráköstunum. Carlos Boozer fór hamförum í liði Utah í nótt með 35 stigum og 14 fráköstum, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 14 stoðsendingar og Mehmet Okur skoraði 16 stig og hirti 11 fráköst. Þá er ótalinn þáttur Rússans Andrei Kirilenko, en hann gerði Tracy McGrady lífið leitt í fjórða leikhlutanum með stífum varnarleik. "Ég er stoltur af ungu strákunum í liðinu og ég gæti ekki verið ánægðari með þá," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah - sem er á sínu 20. ári með liðið. Yao Ming skoraði 29 stig fyrir Houston og var allt í öllu hjá liðinu á lokasprettinum, en þó félagi hans Tracy McGrady hafi skoraði 29 stig og gefið 13 stoðsendingar í leiknum - náði hann ekki að standa við stóru orðin sem hann gaf út fyrir einvígið þegar hann sagði að ef Houston færi ekki áfram í einvíginu yrði það sér að kenna. McGrady hefur enn ekki náð að komast upp úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA í sex tilraunum. Hann var spurður út í þessa hluti á blaðamannafundi eftir leikinn, en þegar hann hafði setið undir nokkrum spurningum blaðamanna - greip hann um höfuð sér, felldi tár og gekk út af fundinum. "Ég get þetta ekki," sagði hann. Houston hefur ekki unnið úrslitaseríu síðan árið 1997 og var þetta í annað sinn á þremur árum sem liðið tapar seríu í fyrstu umferð eftir að hafa komist yfir 2-0. Utah er því komið áfram í aðra umferðina nokkuð óvænt og fær þar hið erfiða verkefni að mæta Dallas-bönunum í Golden State Warriors. Liðin mættust fjórum sinnum í deildinni í vetur og skiptu með sér sigrum.
NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira