Óttast meira mannfall Guðjón Helgason skrifar 2. maí 2007 19:00 Bush Bandaríkjaforseti óttast að mannfall verði áfram mikið í Írak og segir bandaríska hermenn ekki á heimleið á næstunni. Hann hvetur Íraka til að sameinast í að uppræta ofbeldi í landinu og biður um stuðning Bandaríkjamanna við herliðið í Írak. Það var 1. maí fyrir fjórum árum sem Bush Bandaríkjaforseti lenti vígreifur á herskipinu Abraham Lincoln og lýsti því yfir að verkefninu í Írak væri lokið. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hefðu sigrað í Írak. Í dag, rétt rúmum fjórum árum síðar, er enn barist í Írak og Bandaríkjaforseti biður um meiri pening fyrir fjölmennara herlið í Írak. Hann beitti þó neitunarvaldi sínu í gær á frumvarp um fjárveitingu því við það hafði verið bætt ákvæði um heimkvaðningu hermanna á næstu mánuðum. Bush sagði það ekki gáfulegt að segja andstæðingunum hvenær brotthvarf ætti að hefjast. Það eina sem hryðjuverkamennirnir þyrftu að gera væri að merkja við dagatalið sitt, safna kröftum og byrja að undirbúa áætlun sína um að steypa stjórnvöldum í Írak og ná völdum í landinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi segja forsetann fara með þessu gegn vilja þjóðarinnar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hún hafi vonast til þess að forsetinn færi með öðrum hætti með frumvarp beggja flokka sem meirihluti almennings í Bandaríkjunum styddi. Þess í stað hefði forsetinn beitt neitunarvaldi án þess að hugsa sig um. Bush ætlar að funda með fulltrúum demókrata næstu daga til að finna lausn á málinu. Ólíklegt er þó talið að hann vilji semja. Hann segir að mannfall verði áfram mikið í Írak og vill að Bandaríkjamenn styðji betur við bakið á hermönnunum þar. Hann segir enga auðvelda lausn á málinu. Hana vildi fólk finna en yrði ekki að ósk sinni. Hann telur rangt að velja auðveldu leiðina út. Brotthvarf myndi gagnast um stund en bjóða upp á vanda til lengri tíma. Erlent Fréttir Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Bush Bandaríkjaforseti óttast að mannfall verði áfram mikið í Írak og segir bandaríska hermenn ekki á heimleið á næstunni. Hann hvetur Íraka til að sameinast í að uppræta ofbeldi í landinu og biður um stuðning Bandaríkjamanna við herliðið í Írak. Það var 1. maí fyrir fjórum árum sem Bush Bandaríkjaforseti lenti vígreifur á herskipinu Abraham Lincoln og lýsti því yfir að verkefninu í Írak væri lokið. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hefðu sigrað í Írak. Í dag, rétt rúmum fjórum árum síðar, er enn barist í Írak og Bandaríkjaforseti biður um meiri pening fyrir fjölmennara herlið í Írak. Hann beitti þó neitunarvaldi sínu í gær á frumvarp um fjárveitingu því við það hafði verið bætt ákvæði um heimkvaðningu hermanna á næstu mánuðum. Bush sagði það ekki gáfulegt að segja andstæðingunum hvenær brotthvarf ætti að hefjast. Það eina sem hryðjuverkamennirnir þyrftu að gera væri að merkja við dagatalið sitt, safna kröftum og byrja að undirbúa áætlun sína um að steypa stjórnvöldum í Írak og ná völdum í landinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi segja forsetann fara með þessu gegn vilja þjóðarinnar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hún hafi vonast til þess að forsetinn færi með öðrum hætti með frumvarp beggja flokka sem meirihluti almennings í Bandaríkjunum styddi. Þess í stað hefði forsetinn beitt neitunarvaldi án þess að hugsa sig um. Bush ætlar að funda með fulltrúum demókrata næstu daga til að finna lausn á málinu. Ólíklegt er þó talið að hann vilji semja. Hann segir að mannfall verði áfram mikið í Írak og vill að Bandaríkjamenn styðji betur við bakið á hermönnunum þar. Hann segir enga auðvelda lausn á málinu. Hana vildi fólk finna en yrði ekki að ósk sinni. Hann telur rangt að velja auðveldu leiðina út. Brotthvarf myndi gagnast um stund en bjóða upp á vanda til lengri tíma.
Erlent Fréttir Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira