Tíu ár frá sigri Verkamannaflokksins 1. maí 2007 19:00 Líklegt er að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynni um brotthvarf sitt úr stjórnmálum í næstu viku. Tíu ár eru í dag frá því Blair tók við embætti eftir stórsigur Verkamannaflokksins á Íhaldsmönnum. Það er fyrsti maí 1997. Verkamannaflokkurinn hefur unnið stórsigur í þingkosningunum í Bretlandi. John Major, leiðtogi Íhaldsmanna, hrökklast úr Downing-stræti tíu og átján ára eyðimerkurgöngu vinstrimanna er lokið. Tony Blair og Gordon Brown hafa blásið ferskum vindum um bresk stjórnmál og Blair flytur inn í Downing-stræti og verður forsætisráðherra og Brown fjármálaráðherra. Síðan eru liðin tíu ár og Blair á leiðinni út. Brown sækist eftir formannsembætti í flokknum og forsætisráðuneytinu fram að næstu kosningum. Blair hefur gránað nokkuð og Brown orðin settlegri. Á sama tíma hafa Íhaldsmenn valdið ungan og frambærilegan formann, David Cameron, sem virðist geta fært þá til valda. Það sem hann hefur fram yfir forvera sína að mati margra er hversu vel hærðu hann er. Blair boðaði brotthvarf sitt í september í fyrra en tímasetti það ekki. Breskir fjölmiðlar hafa gert að því skóna síðustu daga að Blair hætti eða í það minnsta tilkynni hvenær hann hætti skömmu fyrir eða eftir sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi nú í vikunni. Blair sagði hins vegar í viðtali í morgunþætti ITV sjónvarpsstöðvarinnar bresku í morgun að yfirlýsingu um framtíð hans væri að vænta í næstu viku. Breskir miðlar eru þegar byrjaðir að skrifa eftirmælin um Blair og blaðið Independent birti í morgun niðurstöðu könnunar sem sýnir að rúm 60% Breta telja hann hafa staðið sig vel í starfi. Langflestir aðspurðra, 69% þeirra, að Blair verði helst minnst fyrir aðild að Íraksstríðinu. Ljóst er að Blair fer ekki ofar en 9. sæti á lista yfir þaulsætnustu forsætisráðherrum Breta. Járnfrúin Margrét Thatcher sat við völd í 11 og 1/2. Hún og Blair hafa setið lengst síðustu hundrað árin. Metið á hins vegar Sir Robert Walpole, sem almennt er talinn fyrsti forsætisráðherra Bretlands. Hann var við völd í 21 ár, frá 1721 til 1742. Erlent Fréttir Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Líklegt er að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynni um brotthvarf sitt úr stjórnmálum í næstu viku. Tíu ár eru í dag frá því Blair tók við embætti eftir stórsigur Verkamannaflokksins á Íhaldsmönnum. Það er fyrsti maí 1997. Verkamannaflokkurinn hefur unnið stórsigur í þingkosningunum í Bretlandi. John Major, leiðtogi Íhaldsmanna, hrökklast úr Downing-stræti tíu og átján ára eyðimerkurgöngu vinstrimanna er lokið. Tony Blair og Gordon Brown hafa blásið ferskum vindum um bresk stjórnmál og Blair flytur inn í Downing-stræti og verður forsætisráðherra og Brown fjármálaráðherra. Síðan eru liðin tíu ár og Blair á leiðinni út. Brown sækist eftir formannsembætti í flokknum og forsætisráðuneytinu fram að næstu kosningum. Blair hefur gránað nokkuð og Brown orðin settlegri. Á sama tíma hafa Íhaldsmenn valdið ungan og frambærilegan formann, David Cameron, sem virðist geta fært þá til valda. Það sem hann hefur fram yfir forvera sína að mati margra er hversu vel hærðu hann er. Blair boðaði brotthvarf sitt í september í fyrra en tímasetti það ekki. Breskir fjölmiðlar hafa gert að því skóna síðustu daga að Blair hætti eða í það minnsta tilkynni hvenær hann hætti skömmu fyrir eða eftir sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi nú í vikunni. Blair sagði hins vegar í viðtali í morgunþætti ITV sjónvarpsstöðvarinnar bresku í morgun að yfirlýsingu um framtíð hans væri að vænta í næstu viku. Breskir miðlar eru þegar byrjaðir að skrifa eftirmælin um Blair og blaðið Independent birti í morgun niðurstöðu könnunar sem sýnir að rúm 60% Breta telja hann hafa staðið sig vel í starfi. Langflestir aðspurðra, 69% þeirra, að Blair verði helst minnst fyrir aðild að Íraksstríðinu. Ljóst er að Blair fer ekki ofar en 9. sæti á lista yfir þaulsætnustu forsætisráðherrum Breta. Járnfrúin Margrét Thatcher sat við völd í 11 og 1/2. Hún og Blair hafa setið lengst síðustu hundrað árin. Metið á hins vegar Sir Robert Walpole, sem almennt er talinn fyrsti forsætisráðherra Bretlands. Hann var við völd í 21 ár, frá 1721 til 1742.
Erlent Fréttir Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira