Houston náði forystu á ný gegn Utah 1. maí 2007 03:53 Tracy McGrady var duglegur við að spila félaga sína uppi í nótt NordicPhotos/GettyImages Houston er nú komið í vænlega stöðu í einvígi sínu gegn Utah í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í NBA. Houston vann í nótt 96-92 sigur í fimmta leik liðanna á heimavelli sínum og getur nú unnið fyrsta einvígi sitt í úrslitakeppni síðan árið 1997 með sigri í Utah á fimmtudagskvöldið. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV og var í járnum frá fyrstu mínútu. Utah hafði forystuna lengst af í leiknum eins og í öllum fjórum leikjunum, en heimamenn höfðu betur á lokasprettinum þar sem nokkrir vafasamir dómar féllu liðinu í skaut. Houston hafði tveimur stigum yfir þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum, en þá fékk Derek Fisher dæmdan á sig ruðning hjá Jazz og Yao Ming innsiglaði sigur Houston á vítalínunni. Nú þarf Utah á sigri að halda á heimavelli sínum í sjötta leiknum á fimmtudaginn ef það ætlar að halda lífi í einvíginu. Houston hefur ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan 1997, en Utah hefur á sama hátt ekki unnið sjötta leik í úrslitakeppninni síðan það sama ár - en það var einmitt sögulegur útisigur liðsins gegn Houston á útivelli þar sem liðið tryggði sér sæti í úrslitarimmunni með skoti John Stockton á lokasekúndunni. Houston hefur ekki unnið leik í Utah síðan vorið 2005. Tracy McGrady var stigahæstur í liði Houston í nótt með 26 stig og setti persónulegt met með 16 stoðsendingum. Yao Ming skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en liðið fékk loksins almennilegt framlag frá öðrum mönnum í fimmta leiknum og þá var hittni liðsins mun betri en verið hefur. Shane Battier skoraði 15 stig úr fimm þristum og Rafer Alston skoraði 14 stig. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 26 stig og 8 fráköst og Derek Fisher skoraði 17 stig, en menn á borð við Mehmet Okur voru alls ekki að skila nægu framlagi í sóknarleiknum og munaði um minna. "Það er í mínum verkahring að gera menn í kring um mig betri og þegar vörn Utah er að stökkva á mig - verða félagar mínir að vera tilbúnir og setja skotin sín niður. Okkur leið vel hérna í kvöld og spiluðum með miklu sjálfstrausti," sagði McGrady eftir sigurinn. "Við verðum hinsvegar að vera tilbúnir í slaginn þegar við komum aftur upp til Utah, því áhorfendurnir þar eru brjálaðir og eiga eftir að gera okkur lífið leitt." Næsti leikur liðanna er sem áður sagði í Salt Lake City í Utah á fimmtudagskvöldið og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni ef rimmu Golden State og Dallas lýkur annað kvöld. Sigurvegarinn í rimmu Utah og Houston mætir sigurvegaranum í þeirri viðureign. NBA Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira
Houston er nú komið í vænlega stöðu í einvígi sínu gegn Utah í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í NBA. Houston vann í nótt 96-92 sigur í fimmta leik liðanna á heimavelli sínum og getur nú unnið fyrsta einvígi sitt í úrslitakeppni síðan árið 1997 með sigri í Utah á fimmtudagskvöldið. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV og var í járnum frá fyrstu mínútu. Utah hafði forystuna lengst af í leiknum eins og í öllum fjórum leikjunum, en heimamenn höfðu betur á lokasprettinum þar sem nokkrir vafasamir dómar féllu liðinu í skaut. Houston hafði tveimur stigum yfir þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum, en þá fékk Derek Fisher dæmdan á sig ruðning hjá Jazz og Yao Ming innsiglaði sigur Houston á vítalínunni. Nú þarf Utah á sigri að halda á heimavelli sínum í sjötta leiknum á fimmtudaginn ef það ætlar að halda lífi í einvíginu. Houston hefur ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan 1997, en Utah hefur á sama hátt ekki unnið sjötta leik í úrslitakeppninni síðan það sama ár - en það var einmitt sögulegur útisigur liðsins gegn Houston á útivelli þar sem liðið tryggði sér sæti í úrslitarimmunni með skoti John Stockton á lokasekúndunni. Houston hefur ekki unnið leik í Utah síðan vorið 2005. Tracy McGrady var stigahæstur í liði Houston í nótt með 26 stig og setti persónulegt met með 16 stoðsendingum. Yao Ming skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en liðið fékk loksins almennilegt framlag frá öðrum mönnum í fimmta leiknum og þá var hittni liðsins mun betri en verið hefur. Shane Battier skoraði 15 stig úr fimm þristum og Rafer Alston skoraði 14 stig. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 26 stig og 8 fráköst og Derek Fisher skoraði 17 stig, en menn á borð við Mehmet Okur voru alls ekki að skila nægu framlagi í sóknarleiknum og munaði um minna. "Það er í mínum verkahring að gera menn í kring um mig betri og þegar vörn Utah er að stökkva á mig - verða félagar mínir að vera tilbúnir og setja skotin sín niður. Okkur leið vel hérna í kvöld og spiluðum með miklu sjálfstrausti," sagði McGrady eftir sigurinn. "Við verðum hinsvegar að vera tilbúnir í slaginn þegar við komum aftur upp til Utah, því áhorfendurnir þar eru brjálaðir og eiga eftir að gera okkur lífið leitt." Næsti leikur liðanna er sem áður sagði í Salt Lake City í Utah á fimmtudagskvöldið og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni ef rimmu Golden State og Dallas lýkur annað kvöld. Sigurvegarinn í rimmu Utah og Houston mætir sigurvegaranum í þeirri viðureign.
NBA Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira