Cleveland sópaði Washington 1. maí 2007 03:39 LeBron James og félagar kláruðu skylduverkefnið í nótt. NordicPhotos/GettyImages Cleveland Cavaliers er komið í aðra umferð úrslitakeppni NBA eftir sigur á Washington í fjórða leik liðanna í nótt 97-90. Cleveland vann seríuna því 4-0 og var þetta í fyrsta skipti í sögu félagsins sem liðinu tekst það, en lið Washington átti aldrei möguleika í einvíginu með tvö stjörnuleikmenn á meiðslalistanum. LeBron James skoraði 31 stig, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland, Zydrunas Ilgauskas skoraði 20 stig og hirti 20 fráköst, Larry Hughes skoraði 19 stig og Drew Gooden 14 stig. Antawn Jamison var að venju atkvæðamestur hjá Washington með 31 stig, en liðið varð að sætta sig við að falla úr úrslitakeppninni fyrir Cleveland annað árið í röð. Serían í fyrra var þó öllu meira spennandi þar sem Cleveland vann þrjá leiki með samtals fimm stiga mun. "Í fyrra snerist allt um að komast í úrslitakeppnina en nú er annað uppi á teningnum. Ég var að spila í minni fyrstu úrslitakeppni í fyrra og menn eins og Zydrunas höfðu þá ekki spilað í úrslitakeppni síðan á nýliðaári sínu. Nú er þessu verkefni lokið og komið að næsta skrefi í áttina til meistaratitilsins," sagði LeBron James eftir leikinn. Það er nokkuð athyglisvert að þrjú lið hafa þegar tryggt sér 4-0 sigur í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni og í fjórða einvíginu er New Jersey með þægilega 3-1 forystu gegn Toronto. Það er því ekki hægt að segja að fyrsta umferðin í austrinu hafi verið sérlega spennandi, en óvæntur 4-0 sigur Chicago á meisturum Miami hefur þó vissulega vakið mikla athygli. Í annari umferð í Austurdeildinni mætast Detroit og Chicago í rimmu sem kemur til með að verða gríðarlega spennandi og áhugaverð, en Cleveland bíður nú eftir því að mæta sigurvegaranum úr einvígi New Jersey og Toronto. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Cleveland Cavaliers er komið í aðra umferð úrslitakeppni NBA eftir sigur á Washington í fjórða leik liðanna í nótt 97-90. Cleveland vann seríuna því 4-0 og var þetta í fyrsta skipti í sögu félagsins sem liðinu tekst það, en lið Washington átti aldrei möguleika í einvíginu með tvö stjörnuleikmenn á meiðslalistanum. LeBron James skoraði 31 stig, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland, Zydrunas Ilgauskas skoraði 20 stig og hirti 20 fráköst, Larry Hughes skoraði 19 stig og Drew Gooden 14 stig. Antawn Jamison var að venju atkvæðamestur hjá Washington með 31 stig, en liðið varð að sætta sig við að falla úr úrslitakeppninni fyrir Cleveland annað árið í röð. Serían í fyrra var þó öllu meira spennandi þar sem Cleveland vann þrjá leiki með samtals fimm stiga mun. "Í fyrra snerist allt um að komast í úrslitakeppnina en nú er annað uppi á teningnum. Ég var að spila í minni fyrstu úrslitakeppni í fyrra og menn eins og Zydrunas höfðu þá ekki spilað í úrslitakeppni síðan á nýliðaári sínu. Nú er þessu verkefni lokið og komið að næsta skrefi í áttina til meistaratitilsins," sagði LeBron James eftir leikinn. Það er nokkuð athyglisvert að þrjú lið hafa þegar tryggt sér 4-0 sigur í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni og í fjórða einvíginu er New Jersey með þægilega 3-1 forystu gegn Toronto. Það er því ekki hægt að segja að fyrsta umferðin í austrinu hafi verið sérlega spennandi, en óvæntur 4-0 sigur Chicago á meisturum Miami hefur þó vissulega vakið mikla athygli. Í annari umferð í Austurdeildinni mætast Detroit og Chicago í rimmu sem kemur til með að verða gríðarlega spennandi og áhugaverð, en Cleveland bíður nú eftir því að mæta sigurvegaranum úr einvígi New Jersey og Toronto.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira