Tyrkneski herinn haldi að sér höndum Guðjón Helgason skrifar 28. apríl 2007 18:45 Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hvetja tyrkneska herinn til að halda að sér höndum nú þegar þing Tyrklands velur næsta forseta landsins. Svo gæti farið að íslamskur forseti verði fyrir valinu og hefur herinn hótað að grípa í taumana til að vernda sjálfstæði stjórnvalda gagnvart trúarbrögðum. Abdullah Gul, utanríkisráðherra, er forsetaefni stjórnarflokks Tayyips Erdogans, forsætisráðherra, en flokkurinn er afar tengdur Íslam og höfðar mjög til trúrækina múslima. Það er þingið sem greiðir atkvæði um forsetaefni og munaði litlu að Gul fengi tilskiln fjölda atkvæða, tvo þriðju, í fyrstu umferð í gær. Þurfi að kjósa í þriðja sinn dugir einfaldur meirihluti og líklegt talið að Gul verði þá valinn forseti. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni í gær. Á vefsíðu hersins í gærkvöldi var birt yfirlýsing þar sem sagði að herinn fylgdist gaumgæfilega með valinu og væri tilbúinn til að taka virkan þátt í ferlinu eins og það er orðað. Tyrkneski herinn hefur fimm sinnum steypt stjórn landsins á síðustu hálfri öld og herforingjar telja það mikilvægt hlutverk hersins að gæta að þess að stjórnmál og trú séu aðskilin í landinu. Stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við yfirlýsingunni frá í gær. Cemil Cicek, dómsmálaráðherra, segir óhugsandi að stofnun á borð við herinn, sem tengist forsætisráðherranum, gefi frá sér yfirlýsignar gegn stjórnvöldum í nokkru máli. Tyrkland sé lýðræðisríki þar sem lög gildi. Herráðið sé stofnun sem taki við skipunum frá stjórvöldum og það sé stjórnarskrá landsins og tengd löggjöf sem skilgreini hlutverk hersins og herráðsins. Samkvæmt stjórnarskrá Tyrklands beri herráðið ábyrgð gagnvart forsætisráðherra. Olli Rehn, sem fer með málefni tengd stækkun Evrópusambandsins í framkvæmdastjórn þess, segir mikilvægt að herinn láti lýðræðislega kjörna ráðamenn taka ákvarðanir í þessu máli. Rehn lagði áherslu á að virðing fyrir lýðræði væri ein frumforsendan fyrir aðild Tyrklands að ESB. Erlent Fréttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hvetja tyrkneska herinn til að halda að sér höndum nú þegar þing Tyrklands velur næsta forseta landsins. Svo gæti farið að íslamskur forseti verði fyrir valinu og hefur herinn hótað að grípa í taumana til að vernda sjálfstæði stjórnvalda gagnvart trúarbrögðum. Abdullah Gul, utanríkisráðherra, er forsetaefni stjórnarflokks Tayyips Erdogans, forsætisráðherra, en flokkurinn er afar tengdur Íslam og höfðar mjög til trúrækina múslima. Það er þingið sem greiðir atkvæði um forsetaefni og munaði litlu að Gul fengi tilskiln fjölda atkvæða, tvo þriðju, í fyrstu umferð í gær. Þurfi að kjósa í þriðja sinn dugir einfaldur meirihluti og líklegt talið að Gul verði þá valinn forseti. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni í gær. Á vefsíðu hersins í gærkvöldi var birt yfirlýsing þar sem sagði að herinn fylgdist gaumgæfilega með valinu og væri tilbúinn til að taka virkan þátt í ferlinu eins og það er orðað. Tyrkneski herinn hefur fimm sinnum steypt stjórn landsins á síðustu hálfri öld og herforingjar telja það mikilvægt hlutverk hersins að gæta að þess að stjórnmál og trú séu aðskilin í landinu. Stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við yfirlýsingunni frá í gær. Cemil Cicek, dómsmálaráðherra, segir óhugsandi að stofnun á borð við herinn, sem tengist forsætisráðherranum, gefi frá sér yfirlýsignar gegn stjórnvöldum í nokkru máli. Tyrkland sé lýðræðisríki þar sem lög gildi. Herráðið sé stofnun sem taki við skipunum frá stjórvöldum og það sé stjórnarskrá landsins og tengd löggjöf sem skilgreini hlutverk hersins og herráðsins. Samkvæmt stjórnarskrá Tyrklands beri herráðið ábyrgð gagnvart forsætisráðherra. Olli Rehn, sem fer með málefni tengd stækkun Evrópusambandsins í framkvæmdastjórn þess, segir mikilvægt að herinn láti lýðræðislega kjörna ráðamenn taka ákvarðanir í þessu máli. Rehn lagði áherslu á að virðing fyrir lýðræði væri ein frumforsendan fyrir aðild Tyrklands að ESB.
Erlent Fréttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira