Aukið eftirlit með oíu- og gasflutningum umhverfis Ísland 26. apríl 2007 19:19 Eftirlit með flutningum á olíu og gasi á svæðinu umhverfis Ísland verður stóraukið samkvæmt samningi um samstarf í varnar- og öryggismálum, sem utanríkisráðherrar Íslands og Norges undirrituðu í Ósló í dag. Einnig er gert ráð fyrir að Íslendingar beri hundruð milljóna króna kostnað af staðsetningu og æfingum norskra hermanna á Íslandi. Valgerður Sverrisdottir, utanrikisráðherra, undirritaði, ásamt Jonas Gahr Støre, norskum starfsbróður sínum, samning við Norðmenn um náið samstarf í öryggis- og varnarmálum á friðartímum. Valgerður undirritaði einnig yfirlýsingu um varnarsamstarf við Dani. Með samningnum við Norðmenn er verið að efla tvihliða samstarf rikjanna a friðartímum. Upplýsingaflæði verður aukið milli landanna og tengsl lögreglu- og öryggismálayfirvalda á Íslandi og í Noregi efld. Markmiðið með samningnum er að stuðla að varanlegum stöðugleika og öryggi á svæðinu umhverfis Ísland, en utanríkisráðherra segir þjóðirnar hafa margs konar sameiginlegra hagsmuna að gæta. Samningurinn gerir Norðmönnum kleift að stunda heræfingar á Íslandi og senda herþotur, þyrlur og varðskip til landsins. Samkvæmt samningnum verða varnir Íslands á friðartímum tryggðar. Norskar herþotur munu sjá um eftirlit í lofthelgi Íslands. Íslendingar munu bera kostanð af staðsetningu og æfingum norskra hermanna hér á landi. Valgerður segir ekki nákvæmlega vitað hve mikill kostnaðurinn verði enda ekki vitað hve samvinnan verði mikil, samningurinn sé opinn. Kostnaðurinn gæti þó hugsanlega hlaupið á hundruðum milljóna króna. Valgerður segir samninginn gefa tækifæri til að auka eftirlit með olíu- og gasflutningum á svæðinu umhverfis Ísland. Það sé stórmál fyrir Íslendinga að þarna er verið að flytja mikið magn af olíu og gasi og gríðarlega mikilvægt að eiga þetta samstarf við nágrannaþjóðirnar. Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, segir samninginn við Ísland mikilvægan. Hann gerir þjóðunum kleift að eiga náið samráð og samstarf í tengslum við öryggis-, varnar- og björgunarmál á hafsvæðinu við Ísland. Norski herinn fái aðstöðu til æfinga á Keflavíkurflugvelli og þar verði norskar herþotur staðsettar í nokkrar vikur á ári og geti stundað þaðan heræfingar ásamt öðrum bandamönnum eða bandalagsþjóðum. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Eftirlit með flutningum á olíu og gasi á svæðinu umhverfis Ísland verður stóraukið samkvæmt samningi um samstarf í varnar- og öryggismálum, sem utanríkisráðherrar Íslands og Norges undirrituðu í Ósló í dag. Einnig er gert ráð fyrir að Íslendingar beri hundruð milljóna króna kostnað af staðsetningu og æfingum norskra hermanna á Íslandi. Valgerður Sverrisdottir, utanrikisráðherra, undirritaði, ásamt Jonas Gahr Støre, norskum starfsbróður sínum, samning við Norðmenn um náið samstarf í öryggis- og varnarmálum á friðartímum. Valgerður undirritaði einnig yfirlýsingu um varnarsamstarf við Dani. Með samningnum við Norðmenn er verið að efla tvihliða samstarf rikjanna a friðartímum. Upplýsingaflæði verður aukið milli landanna og tengsl lögreglu- og öryggismálayfirvalda á Íslandi og í Noregi efld. Markmiðið með samningnum er að stuðla að varanlegum stöðugleika og öryggi á svæðinu umhverfis Ísland, en utanríkisráðherra segir þjóðirnar hafa margs konar sameiginlegra hagsmuna að gæta. Samningurinn gerir Norðmönnum kleift að stunda heræfingar á Íslandi og senda herþotur, þyrlur og varðskip til landsins. Samkvæmt samningnum verða varnir Íslands á friðartímum tryggðar. Norskar herþotur munu sjá um eftirlit í lofthelgi Íslands. Íslendingar munu bera kostanð af staðsetningu og æfingum norskra hermanna hér á landi. Valgerður segir ekki nákvæmlega vitað hve mikill kostnaðurinn verði enda ekki vitað hve samvinnan verði mikil, samningurinn sé opinn. Kostnaðurinn gæti þó hugsanlega hlaupið á hundruðum milljóna króna. Valgerður segir samninginn gefa tækifæri til að auka eftirlit með olíu- og gasflutningum á svæðinu umhverfis Ísland. Það sé stórmál fyrir Íslendinga að þarna er verið að flytja mikið magn af olíu og gasi og gríðarlega mikilvægt að eiga þetta samstarf við nágrannaþjóðirnar. Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, segir samninginn við Ísland mikilvægan. Hann gerir þjóðunum kleift að eiga náið samráð og samstarf í tengslum við öryggis-, varnar- og björgunarmál á hafsvæðinu við Ísland. Norski herinn fái aðstöðu til æfinga á Keflavíkurflugvelli og þar verði norskar herþotur staðsettar í nokkrar vikur á ári og geti stundað þaðan heræfingar ásamt öðrum bandamönnum eða bandalagsþjóðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira