Innlent

Sjálfstæðismenn heimsóttu Ölgerðina

Málefni Barna og unglingingageðdeildar, fyrirhugað álver í Helguvík og mannekla á spítölum var meðal þess sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins voru spurðir að þegar þeir heimsóttu starfsmenn Ölgerðar Egils Skallagrímssonar í dag.

Það voru Pétur Blöndal í þriðja sæti Reykjavík Norður, Bjarni Benediktsson í öðru sæti í kraganum og Ragnheiður Elín Árnadóttir í fimmta sæti í kraganum sem kynntu helstu stefnumál flokksins í mötuneyti Ölgerðarinnar í dag. Frambjóðendur lögðu sérstaka áherslu á að tekjuskerðingar á lífeyri aldraðra yrðu minnkaðar, vörugjöld á innfluttar vörur yrðu lækkuð enn frekar og að öllum yrði tryggður lágmarkslífeyrir til hliðar við greiðslur úr almannatryggingakerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×