Fulltrúadeildin samþykkir að hefja heimflutning hermanna 26. apríl 2007 13:00 Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að hefja heimflutning hermanna frá Írak í haust, þrátt fyrir hótun Bush forseta um að beita neitunarvaldi gegn lagasetningunni. Það var mjótt á mununum þegar atkvæði voru greidd um frumvarpið sem kveður á um að hefja skuli heimflutning hermanna 1. október og honum skuli lokið 1. apríl á næsta ári. ,Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 218, nei sögðu 208. Gert er ráð fyrir átta og hálfs milljarðs króna framlagi til að fjármagna stríðið, en uppfylli írösk stjórnvöld ekki ákveðin skilyrði skuli hefja heimflutning hermanna í haust. Sérstakar sveitir megi þó verða eftir, til að aðstoða við þjálfun íraskra hersveita og til að berjast gegn skipulögðum hryðjuverkasamtökum. ,,Við þurfum að bjarga mannslífum og við þurfum að endurreisa traustið á forystunni í Írak, en við verðum að lýsa yfir sigri fyrir hermennina okkar. Þeir hafa lokið sínu starfi, það er kominn tími til að fá þá heim," sagði Sheila Jackson-Lee, fulltrúi demókrata í fulltrúadeildinni. Repúblikanar eru síður en svo sáttir við framgöngu demókrata í fulltrúadeildinni og hafa lýst yfir fullum stuðningi við Bush forseta beiti hann neitunarvaldinu. ,,Við þurfum ekki 535 hershöfðingja í Washington til að stjórna hersveitunum okkar, það er verkefni fagmanna. Það er kominn tími til fyrir demókratana að gera rétt og samþykkja frumvarp sem fjármagnar hersveitir okkar á hættusvæðum," sagði John Carter, fulltrúi repúblikana. Fari svo að forsetinn neiti að undirrita lögin þarf tvo þriðju atkvæða í fulltrúadeildinni til að hnekkja því. Ólíklegt er að svo mikill meirihluti náist. Írak Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að hefja heimflutning hermanna frá Írak í haust, þrátt fyrir hótun Bush forseta um að beita neitunarvaldi gegn lagasetningunni. Það var mjótt á mununum þegar atkvæði voru greidd um frumvarpið sem kveður á um að hefja skuli heimflutning hermanna 1. október og honum skuli lokið 1. apríl á næsta ári. ,Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 218, nei sögðu 208. Gert er ráð fyrir átta og hálfs milljarðs króna framlagi til að fjármagna stríðið, en uppfylli írösk stjórnvöld ekki ákveðin skilyrði skuli hefja heimflutning hermanna í haust. Sérstakar sveitir megi þó verða eftir, til að aðstoða við þjálfun íraskra hersveita og til að berjast gegn skipulögðum hryðjuverkasamtökum. ,,Við þurfum að bjarga mannslífum og við þurfum að endurreisa traustið á forystunni í Írak, en við verðum að lýsa yfir sigri fyrir hermennina okkar. Þeir hafa lokið sínu starfi, það er kominn tími til að fá þá heim," sagði Sheila Jackson-Lee, fulltrúi demókrata í fulltrúadeildinni. Repúblikanar eru síður en svo sáttir við framgöngu demókrata í fulltrúadeildinni og hafa lýst yfir fullum stuðningi við Bush forseta beiti hann neitunarvaldinu. ,,Við þurfum ekki 535 hershöfðingja í Washington til að stjórna hersveitunum okkar, það er verkefni fagmanna. Það er kominn tími til fyrir demókratana að gera rétt og samþykkja frumvarp sem fjármagnar hersveitir okkar á hættusvæðum," sagði John Carter, fulltrúi repúblikana. Fari svo að forsetinn neiti að undirrita lögin þarf tvo þriðju atkvæða í fulltrúadeildinni til að hnekkja því. Ólíklegt er að svo mikill meirihluti náist.
Írak Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira