Stuðningur Bayrou gæti ráðið úrslitum 23. apríl 2007 19:30 Svo virðist sem miðjumaðurinn Francois Bayrou ráði miklu um hver verði næsti forseti Frakklands þó hann hafi ekki náð í seinni umferð kosninganna. Stuðningur hans gæti ráðið úrslitum að mati stjórnmálaskýrenda. Valið stendur milli hægrimannsins Nicolas Sarkozy og sósíalistans Segolen Royal. Á forsíðu franska blaðsins Le Parisien í morgun segir að kjósendur miðjumannsins Francois Bayrou, sem hafnaði í þriðja sæti, ráði úrslitum í annarri umferð 6. maí næstkomandi. Blaðið Liberation spáir harðri baráttu, konunglegri jafnvel, með vísan í nafn sósíalistans Segolen Royal. Niðurstaðan í gær var eftir bókinni. Frambjóðendur sósíalista og hægrimanna fara í næstu umferð líkt og spáð var. Miðjumenn geta þá valið hvort þeir halli sér til hægri eða vinstri. Bayrou hefur boðað yfirlýsingu á miðvikudaginn. Hvað í henni felst er óvíst - hugsanlega stuðningur við annan frambjóðendanna eða þá við hvorugan. Torfi Tulinius, prófessor í frönsku og áhugamaður um frönsk stjórnmál, segir Bayrou hafa það markmið að tryggja flokk sinn sem stærstan í þingkosningum í Frakklandi í júní næstkomandi. Það muni ráða því hvernig hann tjái sig á miðvikudaginn. Fjórði í kosningunum í gær varð hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen sem bauð sig fram til forseta í fimmta sinn. 2002 náði hann óvænt í aðra umferð. Að þessu sinni tókst það ekki og fékk hann tíu komma fjögur prósent atkvæða. Margir Frakkar eru sagðir hafa varpað öndinni léttar þar sem hörð andstaða hans við innflytjendur hafi ekki fengið hljómgrunn. Þakka megi Sarkozy niðurstöðuna. Dominique Moisi, stjórnmálaskýrandi, segir hann hafa tekist markmið sitt, að fá þriðjung stuðningsmanna Le Pen til að kjósa sig. Það hafi lagt Le Pen að velli. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru í gærkvöldi eftir að úrslit lágu fyrir fengi Sarkozy á bilinu 52-54% atkvæða í síðari umferð kosninganna en Royal 46-48% atkvæða. Sjónvarpskappræður Sarkozy og Royal verða 2. maí næstkomandi. Erlent Fréttir Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Svo virðist sem miðjumaðurinn Francois Bayrou ráði miklu um hver verði næsti forseti Frakklands þó hann hafi ekki náð í seinni umferð kosninganna. Stuðningur hans gæti ráðið úrslitum að mati stjórnmálaskýrenda. Valið stendur milli hægrimannsins Nicolas Sarkozy og sósíalistans Segolen Royal. Á forsíðu franska blaðsins Le Parisien í morgun segir að kjósendur miðjumannsins Francois Bayrou, sem hafnaði í þriðja sæti, ráði úrslitum í annarri umferð 6. maí næstkomandi. Blaðið Liberation spáir harðri baráttu, konunglegri jafnvel, með vísan í nafn sósíalistans Segolen Royal. Niðurstaðan í gær var eftir bókinni. Frambjóðendur sósíalista og hægrimanna fara í næstu umferð líkt og spáð var. Miðjumenn geta þá valið hvort þeir halli sér til hægri eða vinstri. Bayrou hefur boðað yfirlýsingu á miðvikudaginn. Hvað í henni felst er óvíst - hugsanlega stuðningur við annan frambjóðendanna eða þá við hvorugan. Torfi Tulinius, prófessor í frönsku og áhugamaður um frönsk stjórnmál, segir Bayrou hafa það markmið að tryggja flokk sinn sem stærstan í þingkosningum í Frakklandi í júní næstkomandi. Það muni ráða því hvernig hann tjái sig á miðvikudaginn. Fjórði í kosningunum í gær varð hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen sem bauð sig fram til forseta í fimmta sinn. 2002 náði hann óvænt í aðra umferð. Að þessu sinni tókst það ekki og fékk hann tíu komma fjögur prósent atkvæða. Margir Frakkar eru sagðir hafa varpað öndinni léttar þar sem hörð andstaða hans við innflytjendur hafi ekki fengið hljómgrunn. Þakka megi Sarkozy niðurstöðuna. Dominique Moisi, stjórnmálaskýrandi, segir hann hafa tekist markmið sitt, að fá þriðjung stuðningsmanna Le Pen til að kjósa sig. Það hafi lagt Le Pen að velli. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru í gærkvöldi eftir að úrslit lágu fyrir fengi Sarkozy á bilinu 52-54% atkvæða í síðari umferð kosninganna en Royal 46-48% atkvæða. Sjónvarpskappræður Sarkozy og Royal verða 2. maí næstkomandi.
Erlent Fréttir Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira