Óákveðnir gætu ráðið úrslitum 20. apríl 2007 19:15 Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á sunnudag, en formlegri kosningabaráttu lýkur í kvöld. Þótt kannanir bendi til að kosið verði á milli þeirra Nicolas Sarkozy og Segolene Royal í síðari umferðinni gæti fjöldi óákveðinna kjósenda sett strik í reikninginn. Á miðnætti gengur í gildi í Frakklandi bann við birtingu skoðanakannana og kosningaáróðurs og því má segja að dagurinn í dag hafi verið sá síðasti sem eiginleg kosningabarátta fer fram, nema náttúrlega fyrir þá tvo frambjóðendur sem komast í aðra umferðina 6. maí næstkomandi. Flest bendir til að það verði þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal því samkvæmt þeim könnunum sem birtar hafa verið undanfarinn sólarhring mun Sarkozy fá um 28 prósent atkvæða, Royal 24 prósent, miðjumaðurinn Francois Bayrou tæp tuttugu og hinn umdeildi Jean Marie Le Pen fimmtán. Sarkozy ákvað að eyða lokadegi baráttunnar fjarri skarkala borgarlífsins, á nautabúgarði í suðurhluta Frakklands, nánar tiltekið. Meðan Sarkozy var í sveitinni eyddi Royal deginum í höfuðborginni París. Þar vildi hún engu spá um lyktir kosninganna heldur svaraði spurningum þar að lútandi í véfréttarstíl. Þótt forskot þeirra Sarko og Sego virðist mikið er hið sama að segja um fjölda óákveðinna. Hátt í fjörtíu prósent kjósenda eiga enn eftir að gera upp hug sinn og því er ekki loku fyrir það skotið að Bayrou eða jafnvel Le Pen geti velgt öðru hvoru þeirra undir uggum á sunnudaginn. Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á sunnudag, en formlegri kosningabaráttu lýkur í kvöld. Þótt kannanir bendi til að kosið verði á milli þeirra Nicolas Sarkozy og Segolene Royal í síðari umferðinni gæti fjöldi óákveðinna kjósenda sett strik í reikninginn. Á miðnætti gengur í gildi í Frakklandi bann við birtingu skoðanakannana og kosningaáróðurs og því má segja að dagurinn í dag hafi verið sá síðasti sem eiginleg kosningabarátta fer fram, nema náttúrlega fyrir þá tvo frambjóðendur sem komast í aðra umferðina 6. maí næstkomandi. Flest bendir til að það verði þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal því samkvæmt þeim könnunum sem birtar hafa verið undanfarinn sólarhring mun Sarkozy fá um 28 prósent atkvæða, Royal 24 prósent, miðjumaðurinn Francois Bayrou tæp tuttugu og hinn umdeildi Jean Marie Le Pen fimmtán. Sarkozy ákvað að eyða lokadegi baráttunnar fjarri skarkala borgarlífsins, á nautabúgarði í suðurhluta Frakklands, nánar tiltekið. Meðan Sarkozy var í sveitinni eyddi Royal deginum í höfuðborginni París. Þar vildi hún engu spá um lyktir kosninganna heldur svaraði spurningum þar að lútandi í véfréttarstíl. Þótt forskot þeirra Sarko og Sego virðist mikið er hið sama að segja um fjölda óákveðinna. Hátt í fjörtíu prósent kjósenda eiga enn eftir að gera upp hug sinn og því er ekki loku fyrir það skotið að Bayrou eða jafnvel Le Pen geti velgt öðru hvoru þeirra undir uggum á sunnudaginn.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira