NBA: Joey Crawford dómara vikið úr starfi 17. apríl 2007 18:26 Tim Duncan ræðir hér við Joey Crawford dómara í leik í úrslitunum árið 2005 NordicPhotos/GettyImages Joey Crawford, einni reyndasti dómarinn í NBA deildinni í körfubolta, var í dag leystur frá störfum um óákveðinn tíma vegna umdeilds atviks sem átti sér stað í leik Dallas og San Antonio á sunnudagskvöldið. David Stern, forseti deildarinnar, gaf út yfirlýsingu vegna málsins nú síðdegis. Crawford hefur dæmt í NBA í þrjátíu ár og er almennt talinn einn besti dómari deildarinnar. Hann hefur þó haft á sér nokkuð vafasamt orðspor fyrir að vera fljótur að gefa mönnum tæknivillur af minnsta tilefni og þótti hann fara gróflega yfir strikið á sunnudagskvöldið þegar hann gaf Tim Duncan hjá San Antonio Spurs tvær slíkar með mínútu millibili og henti honum úr húsi. Síðari tæknivilluna fékk Duncan fyrir að sitja hlæjandi á varamannabekknum en Crawford var þá á hinum enda vallarins. Crawford spurði Duncan hvort hann vildi slást við sig og er sagður hafa misst stjórn á skapi sínu. "Frammistaða Crawford í þessu tiltekna máli var alls ekki í samræmi við þær kröfur sem við gerum á dómara í þessari deild og í ljósi sögu hans undir svipuðum kringumstæðum höfum við ákveðið að grípa í taumana," sagði David Stern í yfirlýsingu í dag. Crawford komst einnig í fréttirnar í úrslitaviðureign Vesturdeildarinnar árið 2002 fyrir svipaða tæknivilluárás á Don Nelson þjálfara Dallas og fleiri. "Joey er jafnan talinn einn besti dómarinn í deildinni en hann verður að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Við munum ræða betur við hann þegar keppnistímabilinu lýkur," sagði Stern. Ljóst er að Crawford mun ekki koma við sögu það sem eftir lifir af deildarkeppninni - og heldur ekki í úrslitakeppninni sem hefst á fullu um helgina. NBA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Joey Crawford, einni reyndasti dómarinn í NBA deildinni í körfubolta, var í dag leystur frá störfum um óákveðinn tíma vegna umdeilds atviks sem átti sér stað í leik Dallas og San Antonio á sunnudagskvöldið. David Stern, forseti deildarinnar, gaf út yfirlýsingu vegna málsins nú síðdegis. Crawford hefur dæmt í NBA í þrjátíu ár og er almennt talinn einn besti dómari deildarinnar. Hann hefur þó haft á sér nokkuð vafasamt orðspor fyrir að vera fljótur að gefa mönnum tæknivillur af minnsta tilefni og þótti hann fara gróflega yfir strikið á sunnudagskvöldið þegar hann gaf Tim Duncan hjá San Antonio Spurs tvær slíkar með mínútu millibili og henti honum úr húsi. Síðari tæknivilluna fékk Duncan fyrir að sitja hlæjandi á varamannabekknum en Crawford var þá á hinum enda vallarins. Crawford spurði Duncan hvort hann vildi slást við sig og er sagður hafa misst stjórn á skapi sínu. "Frammistaða Crawford í þessu tiltekna máli var alls ekki í samræmi við þær kröfur sem við gerum á dómara í þessari deild og í ljósi sögu hans undir svipuðum kringumstæðum höfum við ákveðið að grípa í taumana," sagði David Stern í yfirlýsingu í dag. Crawford komst einnig í fréttirnar í úrslitaviðureign Vesturdeildarinnar árið 2002 fyrir svipaða tæknivilluárás á Don Nelson þjálfara Dallas og fleiri. "Joey er jafnan talinn einn besti dómarinn í deildinni en hann verður að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Við munum ræða betur við hann þegar keppnistímabilinu lýkur," sagði Stern. Ljóst er að Crawford mun ekki koma við sögu það sem eftir lifir af deildarkeppninni - og heldur ekki í úrslitakeppninni sem hefst á fullu um helgina.
NBA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira