Lögregla ber kennsl á byssumanninn 17. apríl 2007 00:29 Nemendur ferjaðir úr Norris Hall í morgun. MYND/AP Lögreglustjóri skólans sagði á fréttamannafundi í kvöld, að lýsingin á manninum í fyrri árásinni passi ekki við útlit byssumannsins sem stóð að þeirri síðari, og tók sitt eigið líf. Þetta gæti þýtt að sami maðurinn hafi ekki staðið að báðum árásunum. Lögregla hefur heldur ekki staðfest að árásirnar séu tengdar. Hún hefur borið kennsl á manninn sem framdi sjálfsmorð en vill ekki skýra frá því hver hann er að svo stöddu. 33 létust að meðtöldum byssumanninum í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Rektor háskólans og lögreglstjóri skólans skýrðu frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Skotárásin í dag er sú mannskæðasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 15 manns slösuðust. Lögreglan er nú að yfirheyra mann sem var vitni að fyrri árásinni. Vitni segja fyrstu árásina hafa tengst heimiliserjum. Lögregla vill ekki upplýsa hvort sá sem þeir eru að yfirheyra sé grunaður um morðin. Hún segir hann ekki vera nemanda við háskólann en að hann hafi þekkt annað hinna látnu, sem voru maður og kona. Hann var tekinn utan skólalóðarinnar en hefur ekki verið hnepptur í gæsluvarðhald. Lögreglustjórinn lýsti aðkomunni að vettvangi síðari árásarinnar sem einu af því versta sem hann hefði á ævi sinni séð. Skotmaðurinn hafði lokað að minnsta kosti tveimur hurðum inn í Norris Hall með keðjum svo lögregla þurfti að brjótast inn í húsið. Þegar hún komst inn hlupu lögreglumenn í áttina að skothvellunum en um leið og þeir komu að staðnum þar sem skotmaðurinn var datt allt í dúnalogn. Lögregla fann skotmanninn látinn og hafði hann framið sjálfsmorð. Lögregla er enn að reyna að komast að því hvort að einhver tengsl eru á milli þeirra sem myrtir voru í Norris Hall og skotmannsins þar. Nokkrir starfsmenn skólans létu lífið í árásinni. Á fundinum var lögreglan harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki lokað skólalóðinni eftir fyrstu árásina. Lögreglustjórinn svaraði því að ómögulegt hefði verið að ná til allra nemenda á þessum tíma og talið hefði verið að um heimiliserjur hefði verið að ræða í fyrri skotárásinni. Einnig sagði hún að reynt hefði verið að koma skilaboðum til nemenda á vefsíðum, með tölvupósti, almennum fjölmiðlum og hátölurum. Lögreglan segist vera að leita leiða til þess að koma sms-skilaboðum til nemenda í tilvikum sem þessum og það hafi verið rætt á fundi fyrir tæpri viku síðan. Nokkrum götum var lokað þegar eftir fyrstu árásina en skólalóðinni allri ekki fyrr en eftir seinni árásina og gagnrýndu fjölmiðlar það sérstaklega. Aðspurður hvort að byssumaður léki lausum hala í borginni eða á skólalóðinni sagði lögreglustjórinn að eftir þeirra bestu vitneskju væri svo ekki. Ekki er vitað hvort að einhverjir erlendir ríkisborgarar voru á meðal þeirra sem létust eða særðust. Tveir staðir hafa verið settir upp á skólalóðinni þar sem nemendum er veitt áfallahjálp og verður þeim veitt öll sú aðstoð sem þeir þurfa á að halda. Erlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Lögreglustjóri skólans sagði á fréttamannafundi í kvöld, að lýsingin á manninum í fyrri árásinni passi ekki við útlit byssumannsins sem stóð að þeirri síðari, og tók sitt eigið líf. Þetta gæti þýtt að sami maðurinn hafi ekki staðið að báðum árásunum. Lögregla hefur heldur ekki staðfest að árásirnar séu tengdar. Hún hefur borið kennsl á manninn sem framdi sjálfsmorð en vill ekki skýra frá því hver hann er að svo stöddu. 33 létust að meðtöldum byssumanninum í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Rektor háskólans og lögreglstjóri skólans skýrðu frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Skotárásin í dag er sú mannskæðasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 15 manns slösuðust. Lögreglan er nú að yfirheyra mann sem var vitni að fyrri árásinni. Vitni segja fyrstu árásina hafa tengst heimiliserjum. Lögregla vill ekki upplýsa hvort sá sem þeir eru að yfirheyra sé grunaður um morðin. Hún segir hann ekki vera nemanda við háskólann en að hann hafi þekkt annað hinna látnu, sem voru maður og kona. Hann var tekinn utan skólalóðarinnar en hefur ekki verið hnepptur í gæsluvarðhald. Lögreglustjórinn lýsti aðkomunni að vettvangi síðari árásarinnar sem einu af því versta sem hann hefði á ævi sinni séð. Skotmaðurinn hafði lokað að minnsta kosti tveimur hurðum inn í Norris Hall með keðjum svo lögregla þurfti að brjótast inn í húsið. Þegar hún komst inn hlupu lögreglumenn í áttina að skothvellunum en um leið og þeir komu að staðnum þar sem skotmaðurinn var datt allt í dúnalogn. Lögregla fann skotmanninn látinn og hafði hann framið sjálfsmorð. Lögregla er enn að reyna að komast að því hvort að einhver tengsl eru á milli þeirra sem myrtir voru í Norris Hall og skotmannsins þar. Nokkrir starfsmenn skólans létu lífið í árásinni. Á fundinum var lögreglan harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki lokað skólalóðinni eftir fyrstu árásina. Lögreglustjórinn svaraði því að ómögulegt hefði verið að ná til allra nemenda á þessum tíma og talið hefði verið að um heimiliserjur hefði verið að ræða í fyrri skotárásinni. Einnig sagði hún að reynt hefði verið að koma skilaboðum til nemenda á vefsíðum, með tölvupósti, almennum fjölmiðlum og hátölurum. Lögreglan segist vera að leita leiða til þess að koma sms-skilaboðum til nemenda í tilvikum sem þessum og það hafi verið rætt á fundi fyrir tæpri viku síðan. Nokkrum götum var lokað þegar eftir fyrstu árásina en skólalóðinni allri ekki fyrr en eftir seinni árásina og gagnrýndu fjölmiðlar það sérstaklega. Aðspurður hvort að byssumaður léki lausum hala í borginni eða á skólalóðinni sagði lögreglustjórinn að eftir þeirra bestu vitneskju væri svo ekki. Ekki er vitað hvort að einhverjir erlendir ríkisborgarar voru á meðal þeirra sem létust eða særðust. Tveir staðir hafa verið settir upp á skólalóðinni þar sem nemendum er veitt áfallahjálp og verður þeim veitt öll sú aðstoð sem þeir þurfa á að halda.
Erlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira