32 látnir eftir skotárás í bandarískum háskóla 16. apríl 2007 16:09 32 eru látnir eftir skotárás í Virgina-tækniháskólanum í Blacksburg í Virginiuríki í Bandaríkjunum í dag. Um 20 manns eru á spítala með skotsár. Talið er að einn maður hafi verið að verki í í tveimur árásum með um tveggja klukkustunda millibili. Samkvæmt nýjustu fregnum var byssumaðurinn ungur karlmaður af asískum uppruna. Hann mun hafa komið inn í skólann að leita að kærustunni sinni, vopnaður skammbyssu og hóf brátt skothríðina. Hann fór meðal annars inn í skólastofu og skaut á nemendur sem þar voru og síðan á heimavist skólans. Dagmar Kristín Hannesdóttir, sem er í doktorsnámi í sálfræði við skólann, sagðist í samtali við Stöð 2 að klukkustund hafi verið liðin af fyrstu kennslustund morgunsins þegar fréttir bárust af því að byssumaður væri laus í skólanum. Hún sagði að yfirmaður hefði komið og beðið um að kennslustofunni yrði læst þegar í stað. Það var gert strax og við tók bið í eina og hálfa klukkustund. Dagmar segir að þann tíma hafi takmarkaðar fréttir af ástandinu borist þeim. Síðan þegar ljóst hafi orðið hversu margir voru drepnir hafi alger skelfing gripið um sig í skólanum. "Ég brotnaði alveg saman, ég hafði ekki áttað mig á því að þetta væri svona rosalegt," sagði Dagmar í samtali við Stöð 2 í kvöld. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir hryllingi vegna skotárásanna. Talsmaður hans sagði hann fyrst og fremst hugsa um fjölskyldur þeirra sem létu lífið og að hann samhryggðist þeim. Óstaðfestar fregnir herma að fleiri kunni að vera látnir en ekki liggur fyrir hvort árásarmaðurinn hafi svipt sig lífi. Sjónvottar sögðu að nemendur jafnvel stokkið út á fjórðu hæð skólans til að forðast árásarmanninn. Ekki er vitað hvort að byssumaðurinn hafi verið nemandi í skólanum. 26 þúsund manns eru í skólanum. Allri kennslu hefur verið hætt í honum og var fólki sem statt var á háskólasvæðinu ráðlagt að læsa að sér og halda sig frá gluggum. Tólf létu lífið í sams konar skotárás í Columbine-framhaldsskólanum í Littleton í Colorado árið 1999. Þá særðust 24. Lögreglumenn sjást hér bera fólk út úr skólanum.APFréttamynd úr CNN í dagAPLögreglumenn á vakt fyrir utan skólann.APLögreglumaður sést hér handtaka einn á skólalóðinni í tengslum við skotárásirnar.APÖnnur mynd úr útsendingu CNN í dag.APLögreglumenn að störfum á skólalóðinni.APSkjámynd úr útsendingu CNN í dag.APLögreglumenn bera saman bækur sínar áður en þeir fara inn á skólalóðina.APLögreglumenn bera sært fólk út úr skólabyggingunni.APLögreglumenn sjást hér bera sært fólk úr einni af byggingum skólans.AP Erlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fleiri fréttir Stórauka útlát til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
32 eru látnir eftir skotárás í Virgina-tækniháskólanum í Blacksburg í Virginiuríki í Bandaríkjunum í dag. Um 20 manns eru á spítala með skotsár. Talið er að einn maður hafi verið að verki í í tveimur árásum með um tveggja klukkustunda millibili. Samkvæmt nýjustu fregnum var byssumaðurinn ungur karlmaður af asískum uppruna. Hann mun hafa komið inn í skólann að leita að kærustunni sinni, vopnaður skammbyssu og hóf brátt skothríðina. Hann fór meðal annars inn í skólastofu og skaut á nemendur sem þar voru og síðan á heimavist skólans. Dagmar Kristín Hannesdóttir, sem er í doktorsnámi í sálfræði við skólann, sagðist í samtali við Stöð 2 að klukkustund hafi verið liðin af fyrstu kennslustund morgunsins þegar fréttir bárust af því að byssumaður væri laus í skólanum. Hún sagði að yfirmaður hefði komið og beðið um að kennslustofunni yrði læst þegar í stað. Það var gert strax og við tók bið í eina og hálfa klukkustund. Dagmar segir að þann tíma hafi takmarkaðar fréttir af ástandinu borist þeim. Síðan þegar ljóst hafi orðið hversu margir voru drepnir hafi alger skelfing gripið um sig í skólanum. "Ég brotnaði alveg saman, ég hafði ekki áttað mig á því að þetta væri svona rosalegt," sagði Dagmar í samtali við Stöð 2 í kvöld. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir hryllingi vegna skotárásanna. Talsmaður hans sagði hann fyrst og fremst hugsa um fjölskyldur þeirra sem létu lífið og að hann samhryggðist þeim. Óstaðfestar fregnir herma að fleiri kunni að vera látnir en ekki liggur fyrir hvort árásarmaðurinn hafi svipt sig lífi. Sjónvottar sögðu að nemendur jafnvel stokkið út á fjórðu hæð skólans til að forðast árásarmanninn. Ekki er vitað hvort að byssumaðurinn hafi verið nemandi í skólanum. 26 þúsund manns eru í skólanum. Allri kennslu hefur verið hætt í honum og var fólki sem statt var á háskólasvæðinu ráðlagt að læsa að sér og halda sig frá gluggum. Tólf létu lífið í sams konar skotárás í Columbine-framhaldsskólanum í Littleton í Colorado árið 1999. Þá særðust 24. Lögreglumenn sjást hér bera fólk út úr skólanum.APFréttamynd úr CNN í dagAPLögreglumenn á vakt fyrir utan skólann.APLögreglumaður sést hér handtaka einn á skólalóðinni í tengslum við skotárásirnar.APÖnnur mynd úr útsendingu CNN í dag.APLögreglumenn að störfum á skólalóðinni.APSkjámynd úr útsendingu CNN í dag.APLögreglumenn bera saman bækur sínar áður en þeir fara inn á skólalóðina.APLögreglumenn bera sært fólk út úr skólabyggingunni.APLögreglumenn sjást hér bera sært fólk úr einni af byggingum skólans.AP
Erlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fleiri fréttir Stórauka útlát til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira