
Erlent
Jarðskjálfti skekur Mexíkó
Jarðskjálfti upp á sex á Richer skók Mexíkó í morgun. Íbúar Mexíkóborgar og Acapulco flúðu út á götur en enn er ekki vitað hvort einhver hafi slasast í skjálftanum. Rafmagn fór af hluta borgarinnar vegna skjálftans sem varð að hádegi að staðartíma. Hann átti upptök sín á strandsvæðinu Guerrero sem er um 65 kílómetra frá Acapulco.
Mest lesið
Fleiri fréttir
×