Ástandið í Írak versnar sífellt 11. apríl 2007 08:31 Einn af íbúum Bagdad sem særðist í sprengjuárás. Skýrslan segir að meira verði að gera til þess að vernda almenna borgara í Írak. MYND/AFP Alþjóðanefnd Rauða krossins segir að aðstæður Íraka séu sífellt að versna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá henni. Skýrslan segir að meira verði að gera til þess að vernda óbreytta borgara í landinu. Í henni er meðal annars rætt við íraska konu sem vill helst fá hjálp við að safna saman líkum af götum Bagdad á morgnanna. Rauði krossinn er ennþá með starfsemi í Írak þrátt fyrir að skrifstofur hans hafi orðið fyrir árás fyrir þremur og hálfu ári síðan. Skýrslan bar upp spurninguna hvernig væri hægt að hjálpa almennum borgurum þar í landi og voru þeir sjálfir spurðir álits. Niðurstöðurnar eru ógnvænlegar. Í ljós kom að mæðrum finnst fátt erfiðara en að fara með börn sín í skólann þar sem þær eru hreinlega ekki vissar um að sjá þau aftur í lok dagsins. Einnig er sagt frá því að áður hversdagsleg verkefni, eins og að fara á markaðinn og kaupa í matinn, séu nú lífshættuleg. Aðgangur að hreinu vatni og rafmagni er líka takmarkaður. Svo erfitt er að uppfylla slíkar grunnþarfir að fólk er farið að einbeita sér að einfaldari verkefnum, eins og leita hjálpar við að safna saman líkum á morgnanna. Rauði krossinn kennir þó engum um ástandið en leggur áherslu á að allir aðilar sem starfa í Írak verði að gera meira til þess að vernda og aðstoða almenna borgara þar í landi. Erlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Alþjóðanefnd Rauða krossins segir að aðstæður Íraka séu sífellt að versna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá henni. Skýrslan segir að meira verði að gera til þess að vernda óbreytta borgara í landinu. Í henni er meðal annars rætt við íraska konu sem vill helst fá hjálp við að safna saman líkum af götum Bagdad á morgnanna. Rauði krossinn er ennþá með starfsemi í Írak þrátt fyrir að skrifstofur hans hafi orðið fyrir árás fyrir þremur og hálfu ári síðan. Skýrslan bar upp spurninguna hvernig væri hægt að hjálpa almennum borgurum þar í landi og voru þeir sjálfir spurðir álits. Niðurstöðurnar eru ógnvænlegar. Í ljós kom að mæðrum finnst fátt erfiðara en að fara með börn sín í skólann þar sem þær eru hreinlega ekki vissar um að sjá þau aftur í lok dagsins. Einnig er sagt frá því að áður hversdagsleg verkefni, eins og að fara á markaðinn og kaupa í matinn, séu nú lífshættuleg. Aðgangur að hreinu vatni og rafmagni er líka takmarkaður. Svo erfitt er að uppfylla slíkar grunnþarfir að fólk er farið að einbeita sér að einfaldari verkefnum, eins og leita hjálpar við að safna saman líkum á morgnanna. Rauði krossinn kennir þó engum um ástandið en leggur áherslu á að allir aðilar sem starfa í Írak verði að gera meira til þess að vernda og aðstoða almenna borgara þar í landi.
Erlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira