
Erlent
Strætósamgöngur liggja niðri á Sjálandi og Fjóni
Allar strætisvagnasamgöngur liggja niðri víða á Sjálandi og Fjóni í Danmörku þennan morguninn. Bílstjórar vagnanna sitja nú á fundum um kjaramál. Þetta er þriðja sinn síðustu tvo mánuði sem bílstjórarnir leggja tímabundið niður vinnu. Aðgerðirnar í dag ná ekki til höfuðborgarinnar þar sem samgöngur eru með eðlilegu móti.