Roma lagði Manchester United 4. apríl 2007 20:39 Wayne Rooney skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni síðan árið 2004 AFP Roma hafði betur 2-1 gegn Manchester United á heimavelli sínum í Róm í kvöld þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paul Scholes lét reka sig af velli í fyrri hálfleik og Rodrigo Taddei kom Roma í 1-0 skömmu fyrir hlé. Wayne Rooney jafnaði fyrir United á 60. mínútu en aðeins nokkrum mínútum síðar tryggði Mirko Vucinic Rómverjum sigurinn. Heimamenn hefðu ef til vill átt að gera betur í leiknum en fara með eins marks forystu til Englands í síðari leikinn. Hinn reyndi leikmaður Paul Scholes virtist ekki vera með höfuðið á réttum stað frá fyrstu mínútu í kvöld og átti hvert glórulausa brotið á fætur öðru. Hann sá rautt strax eftir 33 mínútur þegar hann fékk sitt annað gula spjald og kom sínum mönnum í erfiða stöðu. Heimamenn í Roma komust yfir á 44. mínútu með marki frá Taddei, en skot hans hrökk af annars góðum Wes Brown og í netið. Rooney skoraði fyrsta mark sitt í Meistaradeildinni í þrjú ár þegar hann tók boltann sallarólegur á kassann og afgreiddi í netið á 60. mínútu og staðan skyndilega orðin væn fyrir enska liðið. Það var svo Mirko Vucinic sem tryggði Rómverjunum sigurinn aðeins sex mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir þrumufleyg Manchini eftir að Van der Sar hafði varið laglega. Rómverjar virtust satt að segja ekki tilbúnir að taka mikla áhættu í sóknarleiknum þrátt fyrir liðsmuninn frá 33. mínútu og nú er bara að sjá hvað verður í síðari leiknum í Manchester - þar sem heimamönnum nægir eitt mark til að komast í undanúrslitin. Þar verða þeir Scholes hjá United og Perrotta hjá Roma báðir í leikbanni. Roma 2 - 1 Man UtdRodrigo Taddei (44) Wayne Rooney (60) Mirko Vucinic (66) Roma: Doni, Panucci, Mexes, Chivu, Cassetti, Wilhelmsson (Vucinic 62), Taddei (Rosi 82), De Rossi, Perrotta, Mancini, Totti. Ónotaðir varamenn: Curci, Faty, Defendi, Ferrari, Okaka Chuka.Gul spjöld: Perrotta.Mörk: Taddei (44), Vucinic (67).Skot (á mark): 28 (10)Brot: 20Hornspyrnur: 9Með bolta: 57%Rangstöður: 3Varin skot: 3 Manchester United: Van der Sar, Heinze, Ferdinand, O'Shea, Brown, Ronaldo, Giggs (Saha 77), Carrick, Scholes, Rooney, Solskjær (Fletcher 72). Ónotaðir varamenn: Kuszczak, Smith, Dong, Richardson, Eagles.Rauð spjöld: Scholes (34).Gul spjöld: Scholes, Solskjær, Heinze.Mörk: Rooney (60).Skot (á mark): 9 (4)Brot: 19Hornspyrnur: 3Með bolta: 43%Rangstöður: 2Varin skot: 2 Áhorfendur: 77,000Dómari: Herbert Fandel (Þýskalandi). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Roma hafði betur 2-1 gegn Manchester United á heimavelli sínum í Róm í kvöld þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paul Scholes lét reka sig af velli í fyrri hálfleik og Rodrigo Taddei kom Roma í 1-0 skömmu fyrir hlé. Wayne Rooney jafnaði fyrir United á 60. mínútu en aðeins nokkrum mínútum síðar tryggði Mirko Vucinic Rómverjum sigurinn. Heimamenn hefðu ef til vill átt að gera betur í leiknum en fara með eins marks forystu til Englands í síðari leikinn. Hinn reyndi leikmaður Paul Scholes virtist ekki vera með höfuðið á réttum stað frá fyrstu mínútu í kvöld og átti hvert glórulausa brotið á fætur öðru. Hann sá rautt strax eftir 33 mínútur þegar hann fékk sitt annað gula spjald og kom sínum mönnum í erfiða stöðu. Heimamenn í Roma komust yfir á 44. mínútu með marki frá Taddei, en skot hans hrökk af annars góðum Wes Brown og í netið. Rooney skoraði fyrsta mark sitt í Meistaradeildinni í þrjú ár þegar hann tók boltann sallarólegur á kassann og afgreiddi í netið á 60. mínútu og staðan skyndilega orðin væn fyrir enska liðið. Það var svo Mirko Vucinic sem tryggði Rómverjunum sigurinn aðeins sex mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir þrumufleyg Manchini eftir að Van der Sar hafði varið laglega. Rómverjar virtust satt að segja ekki tilbúnir að taka mikla áhættu í sóknarleiknum þrátt fyrir liðsmuninn frá 33. mínútu og nú er bara að sjá hvað verður í síðari leiknum í Manchester - þar sem heimamönnum nægir eitt mark til að komast í undanúrslitin. Þar verða þeir Scholes hjá United og Perrotta hjá Roma báðir í leikbanni. Roma 2 - 1 Man UtdRodrigo Taddei (44) Wayne Rooney (60) Mirko Vucinic (66) Roma: Doni, Panucci, Mexes, Chivu, Cassetti, Wilhelmsson (Vucinic 62), Taddei (Rosi 82), De Rossi, Perrotta, Mancini, Totti. Ónotaðir varamenn: Curci, Faty, Defendi, Ferrari, Okaka Chuka.Gul spjöld: Perrotta.Mörk: Taddei (44), Vucinic (67).Skot (á mark): 28 (10)Brot: 20Hornspyrnur: 9Með bolta: 57%Rangstöður: 3Varin skot: 3 Manchester United: Van der Sar, Heinze, Ferdinand, O'Shea, Brown, Ronaldo, Giggs (Saha 77), Carrick, Scholes, Rooney, Solskjær (Fletcher 72). Ónotaðir varamenn: Kuszczak, Smith, Dong, Richardson, Eagles.Rauð spjöld: Scholes (34).Gul spjöld: Scholes, Solskjær, Heinze.Mörk: Rooney (60).Skot (á mark): 9 (4)Brot: 19Hornspyrnur: 3Með bolta: 43%Rangstöður: 2Varin skot: 2 Áhorfendur: 77,000Dómari: Herbert Fandel (Þýskalandi).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira