Heilu þorpin fóru á kaf 2. apríl 2007 12:24 Að minnsta kosti þrettán fórust þegar risavaxin flóðbylgja sem myndaðist í kjölfar neðansjávarskjálfta skall á Salómonseyjum í Kyrrahafi í gærkvöld. Fjölda fólks er saknað og því er óttast að mun fleiri hafi látist vegna flóðbylgjunnar en fyrstu upplýsingar benda til. Skjálftinn sem reið yfir Salómonseyjar og nágrenni hans um níuleytið í gærkvöld að íslenskum tíma var afar stór eða 8,1 stig. Upptök hans voru nánast beint undir eyjaklasanum, sem er í vestanverðu Kyrrahafinu, um 350 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Honiara. Örskömmu síðar skall tröllvaxin flóðbylgja á ströndum eyjanna, að jafnaði um fjögurra til fimm metra há en sums staðar allt upp í tíu metrar. Hún færði heilu þorpin á kaf og fjölmörg hús eru sögð hafa skolast með henni á haf út. Þegar hefur á annan tug líka fundist en fjölda fólks er ennþá saknað. Því er óttast að mannfall sé mun meira enda segjast sjónarvottar hafa séð lík fljótandi á haffletinum. Yfirvöld á eyjunum segja reyndar mestu mildi hversu langt var liðið á morguninn því þorri eyjaskeggja virðist hafa verið kominn á fætur og náð að forða sér í öruggt skjól. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Ástralíu en níu klukkustundum síðar var henni aflétt þegar ljóst var orðið að áhrif bylgjunnar hefði gætt á takmörkuðu svæði. Salómonseyjar eru á miklu jarðhræringasvæði, Eldhringnum svonefnda, en á sama svæði myndaðist flóðbylgjan á annan dag jóla 2004 sem kostaði hátt í 300.000 mannslíf. Erlent Fréttir Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Að minnsta kosti þrettán fórust þegar risavaxin flóðbylgja sem myndaðist í kjölfar neðansjávarskjálfta skall á Salómonseyjum í Kyrrahafi í gærkvöld. Fjölda fólks er saknað og því er óttast að mun fleiri hafi látist vegna flóðbylgjunnar en fyrstu upplýsingar benda til. Skjálftinn sem reið yfir Salómonseyjar og nágrenni hans um níuleytið í gærkvöld að íslenskum tíma var afar stór eða 8,1 stig. Upptök hans voru nánast beint undir eyjaklasanum, sem er í vestanverðu Kyrrahafinu, um 350 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Honiara. Örskömmu síðar skall tröllvaxin flóðbylgja á ströndum eyjanna, að jafnaði um fjögurra til fimm metra há en sums staðar allt upp í tíu metrar. Hún færði heilu þorpin á kaf og fjölmörg hús eru sögð hafa skolast með henni á haf út. Þegar hefur á annan tug líka fundist en fjölda fólks er ennþá saknað. Því er óttast að mannfall sé mun meira enda segjast sjónarvottar hafa séð lík fljótandi á haffletinum. Yfirvöld á eyjunum segja reyndar mestu mildi hversu langt var liðið á morguninn því þorri eyjaskeggja virðist hafa verið kominn á fætur og náð að forða sér í öruggt skjól. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Ástralíu en níu klukkustundum síðar var henni aflétt þegar ljóst var orðið að áhrif bylgjunnar hefði gætt á takmörkuðu svæði. Salómonseyjar eru á miklu jarðhræringasvæði, Eldhringnum svonefnda, en á sama svæði myndaðist flóðbylgjan á annan dag jóla 2004 sem kostaði hátt í 300.000 mannslíf.
Erlent Fréttir Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira