
Erlent
Fimm friðargæsluliðar skotnir til bana í Darfur

Óþekktir vígamenn skutu fimm liðsmenn friðargæsluliðs Afríkusambandsins í til bana í Darfurhéraði í Súdan í gær. Friðargæsluliðarnir voru að gæta vatnsbóls nálægt landamærum Chad og Súdan þegar á þá var ráðist. Fjórir létust í átökunum og sá fimmti lést af sárum sínum í morgun. Talsmaður Afríkusambandsins skýrði frá þessu í dag. Þrír vígamannanna létust í bardaganum við friðargæsluliðana.